Olíufélagið BP auglýsir um þessar mundir starf talsmanns fyrirtækisins laust til umsóknar. Talsmaðurinn á að sjá um tengsl fyrirtækisins við fjölmiðla, en fyrirtækið varð fyrir miklum álitshnekki þegar að olíupallur í Mexíkóflóa gaf sig með þeim afleiðingum að úr varð gifurlegt umhverfisslys. CNN kallar starfið sem nú er verið að auglýsa, versta starf í heimi.
Tony Hayward, sem nýlega lét af störfum forstjóra BP, sá áður um öll samskipti fyrirtækisins við fjölmiðla. En nú hefur verið ákveðið að ráða sérstakan fjölmiðlafulltrúa sem á að draga úr þeim álitshnekki sem BP hefur orðið fyrir, halda blaðamannafundi og undirbúa viðtöl.
