Óþarft framsal Pawel Bartoszek skrifar 10. nóvember 2010 10:08 Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ágætishætta á að Evrópusambands-sönglagið yfirgnæfi önnur tónverk á stjórnlagaþinginu, sem væri mikið slys. Þingkosningar mega snúast um ESB, landsfundir flokka mega snúast um ESB, prófkjör mega snúast um ESB og þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild snúast, eðli málsins samkvæmt, um ESB. Kosningar til stjórnlagaþings gera það ekki. Stjórnarskrá á að skrifa til tvö hundruð ára en ekki tveggja, og þess vegna er það miður þegar menn hyggjast nota deilur sem útlkljáðar verða innan nokkurra missera til að stinga inn í stjórnarskrána lagagreinum sem munu standa þar um aldur og ævi. Svo virðist vera stemningin nú. En þótt undarlegt megi virðast leggja bæði ESB-sinnar og andstæðingar til útfærslur á ákvæðum um valdaframsal til útlanda. Þeir fyrrnefndu vilja að slíkt framsal sé nokkuð erfitt, þeir síðarnefndu að það sé ógeðslega erfitt. Ég vil að sjálfsögðu ekki að dulbúa mig sem hlutlausan áhorfenda þegar sannleikurinn er að ég hef spilað með öðru liðinu. Ég studdi umsókn Íslands í Evrópusambandið, ég styð aðildarviðræðurnar og mikið þarf að gerast til að ég styðji ekki aðildina sjálfa. Ég ætla ekki lítillækka sjálfan mig né ofbjóða skynsemi lesenda minna með því að halda einhverju öðru fram korteri fyrir kosningar. En þótt almenn framsalsákvæði myndu ekki halda vöku fyrir mér þá sé ég lítinn tilgang í að setja slík ákvæði inn, og enn minni tilgang í að karpa lengi um eðli þeirra. Íslendingar hafa tekið virkan þátt í samfélagi þjóðanna með þeirri stjórnarskrá sem fylgt hefur frá lýðveldisstofnun og þeir alþjóðasamningar sem við nú erum aðilar að krefjast þess ekki að við gerum breytingar. Það er engin deila um að aðild að ESB eigi að bera undir þjóðaratkvæði. Fari svo að hún verði samþykkt, sem er hóflega líklegt eins og sakir standa, er eðlilegt að gera þær lágmarksbreytingar á stjórnarskráni sem nauðsynlegar eru, til dæmis með því að setja inn sértæk ákvæði líkt og þau sem sett hafa verið á Írlandi sem heimila aðildina. Þær breytingar þyrftu þá að fara í gegnum tvö þing með kosningum á milli, og sama þyrfti að gilda um allar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem kynnu að vera gerðar í framtíðinni. Þetta er hófsöm leið og varfærin, og raunar ekki líkleg til að baka okkur vinsældir syðra. Ekkert annað á sjóndeildarhringnum kallar á heimildir til að framselja vald til útlanda. Það þarf ekki að breyta stjórnarskráni til frambúðar vegna deilna sem sér brátt fram á enda á. Látum ekki kljúfa okkur í já og nei-fylkingar í kosningum sem snúast ekki um Brussel, heldur um okkur sjálf.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun