Samgöngumiztök 24. september 2010 06:00 Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngumiðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borginni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum. „Kannski væri það dónaskapur?" hugsa menn. „Við vorum, jú, búin að segjast ætla að hafa hann." Flestir hafa það þó á tilfinningunni að flóðhesturinn, sem átti raunar fyrst að vera stóðhestur, sé búinn að vera hjá okkur í nokkra vetur, hafi misst nokkur kíló og sé orðinn illa pirraður á biðinni. En hann staulast þó áfram. Tramp tramp. Fullyrðingin „Reykjavík þarf auðvitað samgöngumiðstöð" verður ekki sannari þótt menn segi hana oftar og jafnvel þótt hún væri sönn þá er samgöngumiðstöð ekki það sem Reykjavík er að fá. Menn töluðu eitt sinn sem þangað ætti að flytja strætó, rútur, leigubíla og flug. Strætó telur staðsetninguna úr leið fyrir sig, og ætlar að flytja sig á BSÍ. Rútufyrirtækin ætla mörg hver að verða eftir á BSÍ. Leigubílarnir verða náttúrulega bara þar sem fólkið er og fólkið verður ekki þarna. Eftir situr að helst flugaðilar munu flytja sig á þessa nýju flugstöð. Já, flugstöð, því þetta verður ekki samgöngumiðstöð frekar en lestarstöð, þó svo það væri evrópsk og rómantískt að kalla hana það líka. Sú farþegaaðstaða sem nú er notuð í innanlandsflugi er í eigu Flugfélags Íslands. Þetta hefur skapað árekstra þegar önnur flugfélög hafa ætlað sér að nota hana í einhvers konar samkeppni við Flugfélag Íslands. Slíkt eiga menn að leysa í samningum sín á milli og ef þær leiðir þrýtur, frammi fyrir dómsstólum. Hið opinbera á ekki að stíga inn og ausa fé í byggingu einhverrar „hlutlausrar flugstöðvar" svo allir geti nú verið sáttir. Þeir fáu sem reyna að réttlæta tilveru þessarar nýju flugstöðvar benda stundum á velheppnaðar „samgöngumiðstöðvar" annars staðar, eins og í Kaupmannahöfn. Þau dæmi eru yfirleitt einfaldlega aðaljárnbrautarstöðvar sem liggja í hjörtum miðborga, í göngufæri við allt, með strætisvagna og neðanjarðarlestir í allar áttir. Ekkert af þessu á við samgöngumiðstöðina rangnefndu enda á hún að liggja vel utan við miðbæinn og samgöngurnar kæra sig ekkert um að búa þar. Í nýlegri skýrslu Strætó bs. er þannig ekki gert ráð fyrir að stöðin hafi nein áhrif á leiðarkerfi Strætó heldur muni henni einfaldlega þjónað af þeim leiðum sem nú þjóna Háskólanum í Reykjavík og Nauthólsvík. Þetta þýðir að samgöngu„miðstöðin" verður eilítið verr tengd við strætókerfið en verslunarmiðstöðin Spöngin í Grafarvogi og aðeins betur en miðbærinn í Mosó. Engin smá miðstöð sem þetta verður. En er ekki búið að eyða of miklum tíma í þetta til að hætta við núna? Auðvitað ekki. Það hefur einfaldlega þurft að endurteikna fyrirbærið í nokkur skipti því færri vilja flytja þangað en byggingaraðilar vonuðust eftir. Önnur ástæða tafarinnar er að borgin hefur mjög hóflegan áhuga á að troða þessari miðstöð í Vatnsmýrina. Hins vegar er Reykjavíkurborg ekki ólík öðrum sveitarfélögum að því leyti að henni þykir erfitt og asnalegt að afþakka risastór opinber verkefni innan sinna landamæra. Þess vegna láta menn flytja Hringbrautir og annað. Allt er fínt sem er nýtt og frítt. Einhver í borgarstjórn þarf að hafa hugrekki til að segja að þessi nýja flugstöð sé rugl. Hennar helsti tilgangur er auðvitað enginn annar en að planta í Vatnsmýri nýjum rökum gegn flutningi flugvallarins sem samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur á að hefjast eftir sex ár og vera lokið eftir fjórtán. „Á nú að flytja völlinn, þegar búið er að byggja þessa fínu nýju flugstöð?" munu menn spyrja og hafa töluvert til síns máls. Réttnefnd samgöngumiðstöð Reykjavíkur mun verða til þegar Strætó flytur á BSÍ. Annað þurfum við ekki. Innanlandsflug hefur dregist saman um 15% frá því að framkvæmdir fyrir austan stóðu sem hæst. Skúrinn í Skerjafirðinum sem dugði fínt árið 2007 ætti að geta þjónað sínu hlutverki í kreppunni árið 2010. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngumiðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borginni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum. „Kannski væri það dónaskapur?" hugsa menn. „Við vorum, jú, búin að segjast ætla að hafa hann." Flestir hafa það þó á tilfinningunni að flóðhesturinn, sem átti raunar fyrst að vera stóðhestur, sé búinn að vera hjá okkur í nokkra vetur, hafi misst nokkur kíló og sé orðinn illa pirraður á biðinni. En hann staulast þó áfram. Tramp tramp. Fullyrðingin „Reykjavík þarf auðvitað samgöngumiðstöð" verður ekki sannari þótt menn segi hana oftar og jafnvel þótt hún væri sönn þá er samgöngumiðstöð ekki það sem Reykjavík er að fá. Menn töluðu eitt sinn sem þangað ætti að flytja strætó, rútur, leigubíla og flug. Strætó telur staðsetninguna úr leið fyrir sig, og ætlar að flytja sig á BSÍ. Rútufyrirtækin ætla mörg hver að verða eftir á BSÍ. Leigubílarnir verða náttúrulega bara þar sem fólkið er og fólkið verður ekki þarna. Eftir situr að helst flugaðilar munu flytja sig á þessa nýju flugstöð. Já, flugstöð, því þetta verður ekki samgöngumiðstöð frekar en lestarstöð, þó svo það væri evrópsk og rómantískt að kalla hana það líka. Sú farþegaaðstaða sem nú er notuð í innanlandsflugi er í eigu Flugfélags Íslands. Þetta hefur skapað árekstra þegar önnur flugfélög hafa ætlað sér að nota hana í einhvers konar samkeppni við Flugfélag Íslands. Slíkt eiga menn að leysa í samningum sín á milli og ef þær leiðir þrýtur, frammi fyrir dómsstólum. Hið opinbera á ekki að stíga inn og ausa fé í byggingu einhverrar „hlutlausrar flugstöðvar" svo allir geti nú verið sáttir. Þeir fáu sem reyna að réttlæta tilveru þessarar nýju flugstöðvar benda stundum á velheppnaðar „samgöngumiðstöðvar" annars staðar, eins og í Kaupmannahöfn. Þau dæmi eru yfirleitt einfaldlega aðaljárnbrautarstöðvar sem liggja í hjörtum miðborga, í göngufæri við allt, með strætisvagna og neðanjarðarlestir í allar áttir. Ekkert af þessu á við samgöngumiðstöðina rangnefndu enda á hún að liggja vel utan við miðbæinn og samgöngurnar kæra sig ekkert um að búa þar. Í nýlegri skýrslu Strætó bs. er þannig ekki gert ráð fyrir að stöðin hafi nein áhrif á leiðarkerfi Strætó heldur muni henni einfaldlega þjónað af þeim leiðum sem nú þjóna Háskólanum í Reykjavík og Nauthólsvík. Þetta þýðir að samgöngu„miðstöðin" verður eilítið verr tengd við strætókerfið en verslunarmiðstöðin Spöngin í Grafarvogi og aðeins betur en miðbærinn í Mosó. Engin smá miðstöð sem þetta verður. En er ekki búið að eyða of miklum tíma í þetta til að hætta við núna? Auðvitað ekki. Það hefur einfaldlega þurft að endurteikna fyrirbærið í nokkur skipti því færri vilja flytja þangað en byggingaraðilar vonuðust eftir. Önnur ástæða tafarinnar er að borgin hefur mjög hóflegan áhuga á að troða þessari miðstöð í Vatnsmýrina. Hins vegar er Reykjavíkurborg ekki ólík öðrum sveitarfélögum að því leyti að henni þykir erfitt og asnalegt að afþakka risastór opinber verkefni innan sinna landamæra. Þess vegna láta menn flytja Hringbrautir og annað. Allt er fínt sem er nýtt og frítt. Einhver í borgarstjórn þarf að hafa hugrekki til að segja að þessi nýja flugstöð sé rugl. Hennar helsti tilgangur er auðvitað enginn annar en að planta í Vatnsmýri nýjum rökum gegn flutningi flugvallarins sem samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur á að hefjast eftir sex ár og vera lokið eftir fjórtán. „Á nú að flytja völlinn, þegar búið er að byggja þessa fínu nýju flugstöð?" munu menn spyrja og hafa töluvert til síns máls. Réttnefnd samgöngumiðstöð Reykjavíkur mun verða til þegar Strætó flytur á BSÍ. Annað þurfum við ekki. Innanlandsflug hefur dregist saman um 15% frá því að framkvæmdir fyrir austan stóðu sem hæst. Skúrinn í Skerjafirðinum sem dugði fínt árið 2007 ætti að geta þjónað sínu hlutverki í kreppunni árið 2010.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun