Nýtt Icesave: Vextir lækka og höft afnumin fyrr 10. desember 2010 12:02 Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans." Icesave Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að enn eigi Alþingi eftir að leggja blessun sína yfir samkomulagið og síðan forsetinn að undirrita lög um það efni. Nokkur óvissa er því enn um lyktir þessa máls sem litað hefur þróun efnahagsmála og þjóðfélagsumræðuna hér á landi frá því að fjármálakreppan skall á í lok árs 2008. Hagstæðari samningur ásamt viðbrögðum bæði aðila stjórnar og stjórnarandstöðu bendir til þess að mun líklegra sé að þessi samningur fái brautargengi Alþingis nú en fyrri samningur. Fyrri samningi vísaði forsetinn eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi þessa árs þar sem honum var hafnað. Verði stuðningur Alþingis ótvíræður nú má telja líklegra að forsetinn skrifi undir lögin. „Lausn þessa máls og á þeim nótum sem nú er um rætt mun að öllum líkindum hafa jákvæð áhrif á aðgang íslenskra aðila að erlendu fjármagni og lækka áhættuálag á íslenskar fjáreignir," segir í Morgunkorninu. „Reikna má með því að lánshæfismatsfyrirtækin bregðist við því með hækkun á lánshæfi ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja, en málið hefur meðal annars haft neikvæð áhrif á lánafyrirgreiðslur Landsvirkjunar erlendis. Lyktir málsins gætu þannig flýtt fyrir því að fjárfesting taki við sér hér á landi sem er ein forsenda aukins hagvaxtar og þess viðsnúnings í efnahagsmálum sem spáð er á næstu misserum. Viðbrögð hafa verið lítil á fjármálamarkaði í morgun við fréttum af nýju samkomulagi. Vitað var að samningur á þessum nótum gæti verið á leiðinni og hafa áhrifin því eflaust komið fram þegar að stórum hluta. Einnig hefur áhrif sú óvissa sem enn er um afgreiðslu Alþingis og forsetans."
Icesave Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira