Gjaldeyrisbrask með íslenskar krónur í danskri rannsókn 28. apríl 2010 12:31 Fleira hangir hér á spýtunni því fleiri danskir viðskiptavinir, sem og fyrrum starfsmenn Saxo Bank , hafa ákært bankann fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum við að tryggja hag þeirra. Því er danska fjármálaeftirlitið komið í málið. Gjaldeyrisbrask fjármálafyrirtækis í Portúgal með íslenskar krónur skömmu fyrir hrunið haustið 2008 er nú liður í rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á viðskiptaháttum fjárfestingabankans Saxo Bank.Fjallað hefur verið um málið í Politiken, á business.dk og börsen.dk að undanförnu. Þar kemur fram að portúgalska fjármálafyrirtækið Fortune, einn af stærri viðskiptavinum Saxo Bank, hóti nú bankanum lögsókn þar sem bankinn hafi slitið öllum samskiptum við Fortune haustið 2008. Ástæðan voru viðskipti Fortune með íslenskrar krónur sem Saxo Bank þóttu ósiðleg.Fleira hangir hér á spýtunni því fleiri danskir viðskiptavinir, sem og fyrrum starfsmenn Saxo Bank , hafa ákært bankann fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum við að tryggja hag þeirra. Því er danska fjármálaeftirlitið komið í málið.Svo virðist sem Fortune hafi veðjað á hrun íslensku krónunnar í framvirkum samningum við Saxo Bank og telja Portúgalirnir að bankinn hafi ekki haft heimild til þess að stöðva viðskiptin. Í lögsókninni sem Fortune hefur hótað gegn Saxo Bank verður gerð krafa um skaðabætur upp á 75 milljónir danskra kr. eða um 1,7 milljarð kr.Fortune telur að Saxo Bank hafi svikið sig í viðskiptunum því ekki hafi verið samræmi á milli gengisins á markaðinum og þess gengis sem Saxo bank notaði til grundvallar í samskiptum sinum við Fortune.Áður en Saxo Bank hætti viðskiptum sínum við Fortune voru viðræður í gangi milli danskra og portúgalskra yfirvalda um þessi viðskipti með íslenskar krónur. Þá taldi danska fjármálaeftirlitið að aðstæður á markaðinum á þessum tíma hefðu verið það óvenjulegar að réttmætt hafi verið hjá Saxo Bank að hætta þessum viðskiptum.Nú hálfu öðru ári eftir að viðskiptunum lauk vill lögmaður Fortune að bankaleyfið verði tekið af Saxo Bank.Annette B. Andersen talsmaður danska fjármálaeftirlitsins staðfestir í samtali við Politiken að eftirlitinu hafi borist kæra frá Fortune. Eftirlitið muni kanna hvort bankinn hafi starfað í samræmi við þau lög um starfsemi fjármálafyrirtækja sem kveða á um að banka beri að tryggja viðskiptavinum sínum bestu mögulegu niðurstöðuna í fjárfestingum sínum. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gjaldeyrisbrask fjármálafyrirtækis í Portúgal með íslenskar krónur skömmu fyrir hrunið haustið 2008 er nú liður í rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á viðskiptaháttum fjárfestingabankans Saxo Bank.Fjallað hefur verið um málið í Politiken, á business.dk og börsen.dk að undanförnu. Þar kemur fram að portúgalska fjármálafyrirtækið Fortune, einn af stærri viðskiptavinum Saxo Bank, hóti nú bankanum lögsókn þar sem bankinn hafi slitið öllum samskiptum við Fortune haustið 2008. Ástæðan voru viðskipti Fortune með íslenskrar krónur sem Saxo Bank þóttu ósiðleg.Fleira hangir hér á spýtunni því fleiri danskir viðskiptavinir, sem og fyrrum starfsmenn Saxo Bank , hafa ákært bankann fyrir að hafa ekki sinnt skyldum sínum við að tryggja hag þeirra. Því er danska fjármálaeftirlitið komið í málið.Svo virðist sem Fortune hafi veðjað á hrun íslensku krónunnar í framvirkum samningum við Saxo Bank og telja Portúgalirnir að bankinn hafi ekki haft heimild til þess að stöðva viðskiptin. Í lögsókninni sem Fortune hefur hótað gegn Saxo Bank verður gerð krafa um skaðabætur upp á 75 milljónir danskra kr. eða um 1,7 milljarð kr.Fortune telur að Saxo Bank hafi svikið sig í viðskiptunum því ekki hafi verið samræmi á milli gengisins á markaðinum og þess gengis sem Saxo bank notaði til grundvallar í samskiptum sinum við Fortune.Áður en Saxo Bank hætti viðskiptum sínum við Fortune voru viðræður í gangi milli danskra og portúgalskra yfirvalda um þessi viðskipti með íslenskar krónur. Þá taldi danska fjármálaeftirlitið að aðstæður á markaðinum á þessum tíma hefðu verið það óvenjulegar að réttmætt hafi verið hjá Saxo Bank að hætta þessum viðskiptum.Nú hálfu öðru ári eftir að viðskiptunum lauk vill lögmaður Fortune að bankaleyfið verði tekið af Saxo Bank.Annette B. Andersen talsmaður danska fjármálaeftirlitsins staðfestir í samtali við Politiken að eftirlitinu hafi borist kæra frá Fortune. Eftirlitið muni kanna hvort bankinn hafi starfað í samræmi við þau lög um starfsemi fjármálafyrirtækja sem kveða á um að banka beri að tryggja viðskiptavinum sínum bestu mögulegu niðurstöðuna í fjárfestingum sínum.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira