Champs Élysées orðin dýrasta verslunargata heimsins 15. júní 2010 14:23 Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. Þetta kemur fram í nýjum lista yfir dýrustu verslunargötur heimsins sem gefinn er út árlega af fasteignaráðgjöfunum Colliers International. Viðmiðið sem Colliers styðst við er árlegt leiguverð á fermetra fyrir búðapláss við þekktustu verslunargöturnar. Samkvæmt listanum er fermetraverðið á Champs Élysées nú að meðaltali rúmlega 1,7 milljón kr. Verðið á Fifth Avenue er hinsvegar tæplega 100.000 kr. ódýrara. Búðareigandi sem leigir út 1.000 fm verslunarpláss á Champs Élysées þarf með öðrum orðum að punga út rúmlega 1,7 milljarði kr. í leigukostnað á hverju ári. Af öðrum verslunargötunum sem komast á topp tíu lista Colliers má nefna Russell Street í Hong Kong, Bond Street í London, Via Monte Naoleone í Mílanó, Pitt Street Mall í Sidney og Bahnhofstrasse í Zürich. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hin þekkta breiðgata í París, Champs Élysées, orðin dýrasta verslunargata heimsins og hefur náð þeim titli af Fifth Avenue í New York. Þetta kemur fram í nýjum lista yfir dýrustu verslunargötur heimsins sem gefinn er út árlega af fasteignaráðgjöfunum Colliers International. Viðmiðið sem Colliers styðst við er árlegt leiguverð á fermetra fyrir búðapláss við þekktustu verslunargöturnar. Samkvæmt listanum er fermetraverðið á Champs Élysées nú að meðaltali rúmlega 1,7 milljón kr. Verðið á Fifth Avenue er hinsvegar tæplega 100.000 kr. ódýrara. Búðareigandi sem leigir út 1.000 fm verslunarpláss á Champs Élysées þarf með öðrum orðum að punga út rúmlega 1,7 milljarði kr. í leigukostnað á hverju ári. Af öðrum verslunargötunum sem komast á topp tíu lista Colliers má nefna Russell Street í Hong Kong, Bond Street í London, Via Monte Naoleone í Mílanó, Pitt Street Mall í Sidney og Bahnhofstrasse í Zürich.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira