Launahæsti bankamaður í Evrópu fær 2,4 milljarða króna á ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. mars 2010 07:00 Brady Dougan fær 2,4 milljarða á ári. Mynd/ AFP. Forstjóri Credit Suisses, Brady Dougan, er hæst launaði bankamaður í Evrópu. Hann fær um það bil 2,4 milljarða íslenskra króna í laun á ári, fullyrðir breska blaðið Financial Times. Einungis John Stumpf, forstjóri bandaríska bankans Wells Fargo er launahærri. Hann fær 2,9 milljarða í laun á ári. Á eftir Dougan í röðinni kemur Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank. Hann fær um það bil 1,7 milljarða í laun á ári. Credit Suisses greiddi æðstu stjórnendum í fyrra alls um 19 milljarða íslenskra króna í laun. Sérfræðingur sem FT ræddi við telur að þessi tala geti hækkað þar sem ofurlaun bankamanna hafi ekki verið gagnrýnd eins mikið í Sviss og í mörgum öðrum ríkjum. Langstærstur hluti af þeim 2,4 milljörðum sem Dougans fær í laun, eða um 2,2 milljarðar, eru bónusar og hlunnindi. Afgangurinn er föst laun. Þensluárið mikla 2007 voru laun Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, rúmar 740 milljónir yfir allt árið, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann var launahæsti bankamaðurinn á Íslandi það árið. Lauslega áætlað námu laun forstjóra stóru íslensku bankanna um 15-17 milljónum króna á ári eftir þjóðnýtingu þeirra. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forstjóri Credit Suisses, Brady Dougan, er hæst launaði bankamaður í Evrópu. Hann fær um það bil 2,4 milljarða íslenskra króna í laun á ári, fullyrðir breska blaðið Financial Times. Einungis John Stumpf, forstjóri bandaríska bankans Wells Fargo er launahærri. Hann fær 2,9 milljarða í laun á ári. Á eftir Dougan í röðinni kemur Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank. Hann fær um það bil 1,7 milljarða í laun á ári. Credit Suisses greiddi æðstu stjórnendum í fyrra alls um 19 milljarða íslenskra króna í laun. Sérfræðingur sem FT ræddi við telur að þessi tala geti hækkað þar sem ofurlaun bankamanna hafi ekki verið gagnrýnd eins mikið í Sviss og í mörgum öðrum ríkjum. Langstærstur hluti af þeim 2,4 milljörðum sem Dougans fær í laun, eða um 2,2 milljarðar, eru bónusar og hlunnindi. Afgangurinn er föst laun. Þensluárið mikla 2007 voru laun Hreiðars Más Sigurðssonar, þáverandi forstjóra Kaupþings, rúmar 740 milljónir yfir allt árið, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hann var launahæsti bankamaðurinn á Íslandi það árið. Lauslega áætlað námu laun forstjóra stóru íslensku bankanna um 15-17 milljónum króna á ári eftir þjóðnýtingu þeirra.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira