Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland 16. mars 2010 06:00 Willi og strokkur Willi Weitzel nýtur mikilla vinsælda í Þýskalandi og er margverðlaunaður. „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Framleiðslufyrirtæki Heimis, Icelandic Cowboys Entertainment, hefur nýlokið framleiðslu á fimm þátta röð um Ísland ásamt þýskum framleiðendum. Þættirnir fjalla um ævintýraeyjuna Ísland og bera yfirskriftina „Leiðangurinn til Íslands". Stjarna þáttanna heitir Willi Weitzel og er að sögn Heimis hinn þýski Sveppi; margverðlaunuð barnastjarna sem nýtur mikilla vinsælda. Þættirnir voru frumsýndir á sjónvarpsstöðvunum Kinderkanal og ARD og ferðast í kjölfarið um sjónvarpsstöðvar þýska málsvæðisins. „Þættirnir eru gott dæmi um mjög vandað sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna og eru bæði fræðandi og hafa mikið skemmtanagildi," segir Heimir og bætir við að verið sé að skoða að gera 90 mínútna kvikmyndaútgáfu af þáttunum. „Þetta eru eins konar ævintýra- og vísindaferðaþættir. Willi ferðast um framandi slóðir, spyr spurninga sem fólk þyrstir í að fá svör við, eins og um það hvers vegna eldgos séu svo tíð á Íslandi eða af hverju íslenska vatnið sé svona gott. Willi vill fá að vita hvernig Íslendingar hita upp húsin sín, skoðar hvali, hittir huldufólk, fer á hestbak og baðar sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Svo gerir hann vísindatilraunir á einfaldan hátt sem útskýra hvernig veröldin virkar." Þáttur Willa hefur verið sýndur í þýsku sjónvarpi í átta ár og var valinn sjónvarpsþáttur ársins í sínum flokki á Adolf-Grimme-Preis sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Þýskalandi á dögunum. Heimir tók að sér hlutverk í þáttunum á Íslandi og leikur besta vin Willa. Hann er sem sagt fyrir Willa það sem Villi er fyrir Sveppa, ef svo má að orði komast. Hann segist ekki geta dæmt um frammistöðu sína, en hafa skemmt sér mjög vel í hlutverkinu. „Þeir orðuðu við mig að gera nokkra þætti með þeim úti," segir Heimir og bætir við að það myndi hann gera til gamans. „Það myndi örugglega skapa mér fullt af góðum samböndum til að ná fleiri verkefnum til Íslands." Heimir efast ekki um að þættirnir verði góð landkynning og laði þýska, svissneska og austurríska ferðamenn að í stórum stíl. „Með sérlega jákvæðri umfjöllun um allar þær gersemar og ævintýri sem Ísland hefur upp á að bjóða," segir hann að lokum. atlifannar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
„Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Framleiðslufyrirtæki Heimis, Icelandic Cowboys Entertainment, hefur nýlokið framleiðslu á fimm þátta röð um Ísland ásamt þýskum framleiðendum. Þættirnir fjalla um ævintýraeyjuna Ísland og bera yfirskriftina „Leiðangurinn til Íslands". Stjarna þáttanna heitir Willi Weitzel og er að sögn Heimis hinn þýski Sveppi; margverðlaunuð barnastjarna sem nýtur mikilla vinsælda. Þættirnir voru frumsýndir á sjónvarpsstöðvunum Kinderkanal og ARD og ferðast í kjölfarið um sjónvarpsstöðvar þýska málsvæðisins. „Þættirnir eru gott dæmi um mjög vandað sjónvarpsefni fyrir alla fjölskylduna og eru bæði fræðandi og hafa mikið skemmtanagildi," segir Heimir og bætir við að verið sé að skoða að gera 90 mínútna kvikmyndaútgáfu af þáttunum. „Þetta eru eins konar ævintýra- og vísindaferðaþættir. Willi ferðast um framandi slóðir, spyr spurninga sem fólk þyrstir í að fá svör við, eins og um það hvers vegna eldgos séu svo tíð á Íslandi eða af hverju íslenska vatnið sé svona gott. Willi vill fá að vita hvernig Íslendingar hita upp húsin sín, skoðar hvali, hittir huldufólk, fer á hestbak og baðar sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Svo gerir hann vísindatilraunir á einfaldan hátt sem útskýra hvernig veröldin virkar." Þáttur Willa hefur verið sýndur í þýsku sjónvarpi í átta ár og var valinn sjónvarpsþáttur ársins í sínum flokki á Adolf-Grimme-Preis sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Þýskalandi á dögunum. Heimir tók að sér hlutverk í þáttunum á Íslandi og leikur besta vin Willa. Hann er sem sagt fyrir Willa það sem Villi er fyrir Sveppa, ef svo má að orði komast. Hann segist ekki geta dæmt um frammistöðu sína, en hafa skemmt sér mjög vel í hlutverkinu. „Þeir orðuðu við mig að gera nokkra þætti með þeim úti," segir Heimir og bætir við að það myndi hann gera til gamans. „Það myndi örugglega skapa mér fullt af góðum samböndum til að ná fleiri verkefnum til Íslands." Heimir efast ekki um að þættirnir verði góð landkynning og laði þýska, svissneska og austurríska ferðamenn að í stórum stíl. „Með sérlega jákvæðri umfjöllun um allar þær gersemar og ævintýri sem Ísland hefur upp á að bjóða," segir hann að lokum. atlifannar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira