GM lýkur stærsta hlutafjárútboði sögunnar 18. nóvember 2010 09:11 Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent