Hagman hefur tekið að sér að verða andlit fyrirtækisins SolarWorld í nýrri auglýsingaherferð þess en SolarWorld er þýskt fyrirtæki sem framleiðir sólarsellur. Hagman mun lengi hafa verið baráttumaður fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum.
Slagorð SolarWorld sem Hagman mælir í auglýsingaherferðinni er Skína, elskan, skína (Shine, baby, shine) sem mun vera afbökun á slagorði Sarah Palin í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum en það var Bora, elskan, bora (Drill, baby, drill).
Hagman lét nýlega hafa það eftir sér að heimurinn yrði í verulegum vandræðum þegar ekki yrði lengur hægt að kaupa olíuvörur á viðráðanlegum verðum. „Þetta gæti gerst innan næstu 15 til 20 ára og þá hrynur siðmenning okkar," segir leikarinn.