Danska Carlsberg bjórverksmiðjan er þessa dagana að undirbúa lántöku að fjárhæð 220 milljarðar íslenskra króna.
Tilgangurinn er að nýta hagstæð vaxtakjör sem bjóðast á markaði í dag til þess að endurfjármagna eldri og óhagstæðari lán. Frá þessu greinir Bloomberg fréttastofan og vísar í ónafngreindar heimildir máli sínu til stuðnings. Lánið er fengið frá átta bönkum.
Danska viðskiptablaðið Börsen segir að Danske Bank hafi umsjón með lánveitingunni en auk hans eru stærstu lánveitendur Bank of Tokyo-Mitsubishi, Nordea og Rabobank.

