Mun eyða krónu Pawel Bartoszek skrifar 25. nóvember 2010 09:52 Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun