Fram kemur að þótt auðmennirnir séu farnir að hagnast að nýju sé þó enn langt í land að þeir nái sama gróða og fékkst í góðærinu árin 2006 og 2007 þegar veislan stóð í hámarki.
Einna best hefur gengið hjá Kirk-Kristiansen fjölskyldunni sem meðal annars er helsti eigandi Lego leikfangaframleiðslunnar. Fjölskyldan náði að breyta 600 milljóna danskra kr. tapi árið 2008 yfir í 2,6 milljarða danskra kr. hagnað í fyrra.
Af öðrum sem gengið hefur vel má nefna tölvu-auðmanninn Ib Kunöe en fyrirtæki hans, Consolidated Holdings snéri tapi upp á 760 milljónir danskra kr. árið 2008 yfir í 877 milljón danskra kr. hagnað í fyrra.
Af öðrum auðmönnum sem nefndir eru í úttekt Berlingske má nefna Clausen-fjölskylduna sem á Danfoss og Michael Goldschmidt sem á félagið M. Goldschmidt A/S.
Fram kemur í úttektinni að fyrir marga danska auðmenn hafi þróunin á hlutabréfamarkaðinum verið lykillinn að árangri þeirra í fyrra.