Framtíð íslenskra fjölmiðla Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2010 11:16 Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun