Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar 25. nóvember 2010 11:15 Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira