Royal Unibrew býður ekki í bruggverksmiðju í Eþíópíu 15. nóvember 2010 11:59 Næststærsta brugghús Danmerkur, Royal Unibrew, er eitt af fimm brugghúsum sem boðið hefur verið að bjóða í ríkisrekna bruggverksmiðju í Eþíópíu. Meðal annarra sem keppa um þessa verksmiðju eru Heineken, SABMiller og Diego. Eins og áður hefur komið fram heldur Straumur enn á 4,99% hlut í Royal Unibrew og Stoðir eiga tæplega 6%. Greint var frá málinu á Bloomberg fréttaveitunni sem aftur vitnaði í eþíópska blaðið Fortune en visir.is greindi frá því í morgun. Þar segir að verksmiðjan sem hér um ræðir, Meta Abo Brewery, framleiði um 60 milljónir lítra af bjór á ári og sé næststærsti aðilinn á bjórmarkaðinum í Eþíópíu. Nú hefur forstjóri Unibrew sagt við danska fjölmiðla að ekkert sé hæft í þessari frétt Fortune og þeir séu ekki að reyna að kaupa þessa bruggverksmiðju. Hinsvegar sé Royal Unibrew að ná sér á strik aftur eftir fjármálakreppuna og sé að líta eftir tækifærum á markaðinum. Nordea Markets breytti nýlega verðmati sínu á hlutum í danska brugghúsinu Royal Unibrew og hækkaði það verulega. Nordea hefur hækkað mat sitt úr 275 danskar kr . á hlut upp í 310 danskar kr. á hlut. Í umfjöllun um verðmat Nordea á business.dk í síðasta mánuði segir að Royal Unibrew muni birta endurmat á væntingum um hagnað ársins í ár þann 25. nóvember . Nordea reiknar með að við það tækifæri muni brugghúsið tilkynna um vænar arðgreiðslur til hluthafa á næsta ári. Í ársfjórðungsuppgjörum brugghússins í ár hefur verið greint frá því að væntingar eru um allt að 255 milljón danskra kr. eða yfir 5 milljarða kr. hagnað eftir árið. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Næststærsta brugghús Danmerkur, Royal Unibrew, er eitt af fimm brugghúsum sem boðið hefur verið að bjóða í ríkisrekna bruggverksmiðju í Eþíópíu. Meðal annarra sem keppa um þessa verksmiðju eru Heineken, SABMiller og Diego. Eins og áður hefur komið fram heldur Straumur enn á 4,99% hlut í Royal Unibrew og Stoðir eiga tæplega 6%. Greint var frá málinu á Bloomberg fréttaveitunni sem aftur vitnaði í eþíópska blaðið Fortune en visir.is greindi frá því í morgun. Þar segir að verksmiðjan sem hér um ræðir, Meta Abo Brewery, framleiði um 60 milljónir lítra af bjór á ári og sé næststærsti aðilinn á bjórmarkaðinum í Eþíópíu. Nú hefur forstjóri Unibrew sagt við danska fjölmiðla að ekkert sé hæft í þessari frétt Fortune og þeir séu ekki að reyna að kaupa þessa bruggverksmiðju. Hinsvegar sé Royal Unibrew að ná sér á strik aftur eftir fjármálakreppuna og sé að líta eftir tækifærum á markaðinum. Nordea Markets breytti nýlega verðmati sínu á hlutum í danska brugghúsinu Royal Unibrew og hækkaði það verulega. Nordea hefur hækkað mat sitt úr 275 danskar kr . á hlut upp í 310 danskar kr. á hlut. Í umfjöllun um verðmat Nordea á business.dk í síðasta mánuði segir að Royal Unibrew muni birta endurmat á væntingum um hagnað ársins í ár þann 25. nóvember . Nordea reiknar með að við það tækifæri muni brugghúsið tilkynna um vænar arðgreiðslur til hluthafa á næsta ári. Í ársfjórðungsuppgjörum brugghússins í ár hefur verið greint frá því að væntingar eru um allt að 255 milljón danskra kr. eða yfir 5 milljarða kr. hagnað eftir árið.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira