Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að samkvæmt nýjum tölum frá danska seðlabankanum, Nationalbanken jukust bankainnistæður almennings í Danmörku um tæpa 12 milljarða danskra kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins og nema nú 773,5 milljörðum danskra kr. eða rúmlega 16.600 milljörðum kr.
Fram kemur í frétt börsen.dk að frá því í september 2008 hafi innistæðurnar vaxið um 83,2 milljarða danskra kr. Las Olsen hagfræðingur hjá Danske Bank bendir á í þessu sambandi að til séu nokkrir ofurríkir Danir sem hífa meðaltalstöluna upp.
Danir spara nú fé sitt sem aldrei fyrr og það bætir stöðuna að þeir eyða minna en áður samhliða því að laun hafa hækkað. Þá telja Danir betra að hafa fjármuni sína inni á reikningum heldur en að leggja í fjárfestingar í því óvissuástandi sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum. Las Olsen telur að innistæður Dana í heild séu nú um 60 milljörðum danskra kr. meiri en í eðlilegu árferði