Stefnu- og ábyrgðarleysi menntamálaráðherra 23. október 2010 06:00 Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði nýlega þrjár greinar undir fyrirsögninni „Háskólar í mótun“ í Fréttablaðið. Þar talar hún um hlutverk háskóla og nauðsyn þess að huga að gæðum í starfi þeirra í yfirstandandi niðurskurði. Hún segir líka að ráðherra geti ekki hlutast til um málefni einstakra háskóla, og skal undir það tekið hér. Tilefni þess er hins vegar rangfærsla af hálfu ráðherra, þar sem hún veitist að tiltekinni háskólamanneskju á fölskum forsendum. Slíkt myndi ráðherra varla líðast í siðuðu landi, en hér gilda aðrar reglur um siðferði ráðamanna. Samtímis skýtur ráðherra sér undan allri ábyrgð á störfum sínum. Þótt umræða um þessi mál hafi e.t.v. ekki náð eyrum almennings getur ráðherra ekki þóst vera óvitandi um harða gagnrýni á starf háskólanna frá mörgum bestu vísindamönnum landsins síðustu árin. Viðbrögð ráðherra nú eru af smjörklípugerðinni; hún útskýrir að ráðherra geti ekki beitt sér í málum einstakra háskóla en leiðir hjá sér umfangsmikla gagnrýni (m.a. frá tveim nefndum á vegum ráðuneytisins árið 2009, og meðlimum svokallaðs rýnihóps sem ráðherra skipaði sjálf í fyrra) um að íslenska háskóla- og vísindakerfið sé afar veikburða, þar skorti eftirlit með hvernig fjármunum sé varið, og lítið sem ekkert eftirlit sé með gæðum þess og skilvirkni. Afskipta- og meint ábyrgðarleysi ráðherra er sama viðhorf og stjórnvöld höfðu til bankanna fyrir hrun. Ráðherra hefur talað um það nánast frá upphafi embættisferils síns að það þurfi að endurskipuleggja háskólastarf hér í kjölfar hrunsins, og hún talar nú um mikilvægi þess að standa vörð um gæði þessa starfs. Það eina sem hún nefnir að gert hafi verið fjallar um svokallað „samstarfsnet“ ríkisháskólanna. Engin leið er að sjá hvernig þetta net muni auka gæði starfsins, hvað þá að það verði í takt við þau hundruð milljóna sem á að setja í þetta skrifræðisapparat. Einnig talar hún um fjölbreytnina í íslensku háskólastarfi (sem nær væri að kalla kraðak) eins og hún sé lykill að gæðum, sem lýsir litlum skilningi á gæðum háskólastarfs. Það er líka ámælisvert að ráðherra réð, sem sérstakan ráðgjafa sinn í endurskipulagningu háskólakerfisins, manneskju sem enga reynslu hefur af háskólastarfi (aðra en sem nemandi). Þetta helst í hendur við þá staðreynd að meðal æðstu stjórnenda íslensku háskólanna er nánast enginn sem hefur reynslu af starfi við erlenda háskóla, þótt HÍ og HR tali digurbarkalega um að hasla sér völl á alþjóðavettvangi. Ráðherra segir einnig í greinum sínum „Á undanförnum misserum hefur mikið stefnumótunarstarf verið unnið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu“. Þetta er ekki rétt. Það hefur mikið verið talað, en engin stefna verið mótuð, heldur rekur ennþá allt á reiðanum. Auk þess hefur ráðherra framselt vald sitt til hagsmunaaðila, nefnilega rektora háskólanna, sem engum dettur í hug að muni gera umtalsverðar breytingar í eigin ranni. Eins og svo margt annað valdafólk á Íslandi þykist ráðherra enga ábyrgð bera á neinu sem undir hana heyrir. Hér verða ekki endurteknar þær tillögur sem fram hafa komið um hvernig efla megi gæði háskólastarfs á Íslandi, en bent er á greinaflokk sem birtist í FB þessa dagana eftir þá Eirík Steingrímsson og Magnús Karl Magnússon, og álit sem samið var af nokkrum meðlimum „rýnihóps“ ráðherra í fyrra. Íslenskir háskólar eru ekki sterkir í alþjóðlegum samanburði, og þeim mun hraka á næstunni, því dálítið af besta fólkinu er horfið úr landi og sá straumur mun þyngjast þegar niðurskurðarhnífnum er beitt á hvað sem fyrir verður, óháð gæðum. Afleiðing af því er að vonlaust verður að fá hingað öflugt fólk erlendis frá í talsverðan tíma. Þetta hefur ráðherra verið bent á ítrekað. Ráðherra hefur algerlega brugðist hlutverki sínu sem æðsta vald í menntamálum þjóðarinnar. Hún virðist ákveðin í að skilja eftir sig sviðna jörð, þar sem klíkur undirmálsfólks drottna yfir rústunum.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun