Það sem frumvarpið felur m.a. í sér er að verulegar hömlur eru settar á skuldabréfavafninga og viðskipti með þá en þessir vafningar eru taldir hafa átt stóran hlut í því að fjármálakreppan skall á fyrir þremur árum.
Eftirlitsaðilar með fjármálamarkaðinum í Bandaríkjum fá aukin völd og heimildir til þess að grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækja ef eitthvað er talið að í þeim. Nýrri stofnun verður komið á fót en hún á aðp tryggja réttindi lántakenda.
Þá verða yfirvöldum veittar auknar heimildir til að búta niður banka eða fjármálastofnanir ef að stærð þeirra ógnar fjármálastöðugleika landsins.