Enn um landhreinsun Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun