Google hefur keypt netfyrirtæki af hinum 25 ára gamla Nat Turner og hermt er að verðið hafi verið um 70 milljónir dollara eða um níu milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Business Insider.
Fyrirtækið er þriggja ára gamalt heitir Invite Media og þjónustar auglýsingakaupendur á netinu.
Ekki kemur fram í fréttinni hve stóran hlut hinn ungi athafnamaður átti í fyrirtækinu en hann hafði fengið fjárfesti til liðs við sig.
Áður en Turner stofnaði Invite Media seldi hann og viðskiptafélagi hans EatNow.com. Samkvæmt fréttinni var sá vefur vinsæll en ekki arðbær.
Invite Media byrjaði sem fjögurra manna fyrirtæki árið 2007.
Google gerir 25 ára mann ríkan

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent


Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni
Viðskipti innlent

Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent


Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent