Hvað eru jólin? Karl Sigurbjörnsson og biskup Íslands skrifa 24. desember 2010 06:00 Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. „Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð," sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. „Bara - "? Nei, jólin eru ekkert „bara". Tákn og hefðir jólanna eru af ýmsum toga og úr ýmsum áttum, ræturnar kvíslast víða í jarðvegi menningar, trúar. Þær verða seint raktar sundur og seint munum við finna hinn hreina tón og taug. Það er þessi blanda hefðanna, hámenningar og lágkúru, heiðni og kristni, tilfinningasemi og göfgi, ævintýra og goðsagna, visku og hjátrúar, dellu og speki. Lúkas og Matteus, Matthías Jochumsson, Jóhannes úr Kötlum, Dickens, Jólablót og Betlehem, jólasveinar, hirðar og englar, allt eru þetta þættir í hinni hlýju voð jólanna. Svo eru það hefðir, skyldur, langanir, þrár, dulúð og helgi í bland við harðan og kaldan þessa heims „raunveruleika". Ég er samt sannfærður um að við komumst aldrei nær kjarna málsins en móðir þjóðskáldsins þegar hún sagði drengnum sínum: „Þessa hátíð gefur okkur Guð, Guð hann skapar allan lífsfögnuð." Jólin brúa bil milli fólks, kynslóða, gefa okkur vitund fyrir því að tilheyra samfélagi sögu og minninga og tengja okkur við rætur trúarinnar. Jólin eru tími minninga, minninga um fyrri jól, um himneska birtu og saklausa sælu, um gleðistundir og stundir sorgar og saknaðar, minningar um gjafir og eins um missi. Svona eru jólin, þau faðma þetta allt. Engin hátíð jafnast á við jól þar sem svo margir safnast saman um sama boðskap og sömu bæn. Enda setja þau mark sitt á þjóðlífið allt, tökum eftir því! Og það er ekkert bara. Við grípum til strengjanna sem innst og dýpst liggja og þreifum á barnslegu öryggi þegar helgi jólanætur er yfir og allt um kring og kvíði, áhyggja og órósemi hjartans og kröfurnar þungu eru svo fjarri. Og við njótum fegurðar í ljósum og hljómum og hrífandi söng. Þér finnst þetta ef til vill einber tilfinningasemi án viðfestu við harðan raunveruleikann. Nei, það er það ekki, þetta er raunveruleikinn! Þetta er lífið. Hvað er raunverulegra en lítið barn? Hvað er sannara, meira ekta en hinar blíðu kenndir umhyggju og kærleika, samkenndar, sáttar og friðar, trúar og vonar? Og meir en það. Í jólaguðspjallinu eru þau meginstef sem benda á það sem helst er ógnað og um það sem helst má blessun valda, þar er áleitin siðferðisleg skírskotun og áminning til okkar allra. Meðganga og fæðing, börn og fjölskylda, ríki og samfélag, jörðin, umhverfi og lífsrými manneskjunnar. Og í miðdepli þess alls barnið í jötunni. Barnið sem fæddist á dimmri nóttu fyrir okkur öll, frelsari heimsins, sem fæddist á dimmri nóttu vegna okkar, sem einatt erum í myrkri af ýmsum toga. Það getur krafist talsverðrar leitar að finna hann, um það vitna hirðarnir og vitringarnir, en það er vel þess virði að leita. Jólin eru ekkert „bara". Leyfum okkur að hrífast og njóta í helgri kyrrð við jötu jólabarnsins. Leyfum yndisleik jólanna að snerta við okkur eins og milda englavængi, og laða okkur að birtu og fegurð himnanna. Látum þessa helgu hátíð færa okkur nær hvert öðru er við nálgumst leyndardóminn sem jólin fagna og boða. Látum hana næra og glæða hin góðu gildi er við leitumst við að gera öðrum gott, gleðja aðra og auðga líf annarra, sérstaklega þeirra fátæku og þeirra sem halloka fara. Látum boðskap jólanna lifa í okkur og með okkur og speglast til annarra af viðmóti okkar, ásjónu, afstöðu, verkum er við tökum undir bænina sem sameinar hinn kristna heim á helgum jólum: Friður á jörðu, friður í hjarta, friður frelsarans Jesú með öllum mönnum. Gleðileg jól!
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun