Hrakfallasaga japanskra bílaframleiðenda heldur áfram því Honda hefur innkallað meira en 410 þúsund bifreiðar í Bandaríkjunum vegna galla í bremsum.
Honda sem er annar stærsti bílaframleiðandi Japans hefur ákveðið að innkalla rúmlega 340 þúsund bifreiðar af gerðinni Odyssey og tæplega 70 þúsund af gerðinni Element sem framleiddar voru á árunum 2007 og 2008. Fyrirtækinu hefur að undanförnu borist fjölmargar kvartanir vegna bilana og galla í hemlabúnaði bifreiðanna. Engin slys hafa orðið vegna þessa en forráðmenn Honda segjast vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Fyrr á árinu þurfti bílaframleiðandinn að innkalla um 440 þúsund bifreiðar vegna galla í loftbúðum.
En það er ekki bara Honda sem á í vandræðum því Toyota, stærsti bílaframleiðandi Japans, hefur að undanförnu neyðst til að innkalla á níundu milljón bifreiða ýmist vegna galla í bensíngjöf og í bremsu- og stýrikerfi.
Vandræði Toyota og Honda hafa leitt til mikils verðfalls á hlutabréfum í fyrirtækjunum.
