Takmarkaðir möguleikar á að fullvinna ál á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2010 14:18 Rannveig Rist segir að möguleikar séu á því að auka álframleiðslu og virkja nýsköpun í samstarfi við álfélögin. Mynd/ GVA. Það er ekki útilokað að einhvers konar framleiðsla á neytendavörum úr áli geti þrifist hér á landi, sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi á Útflutningsþingi í dag. Hún sagði hins vegar að nálægðin við álverin veitti Íslendingum minna samkeppnisforskot á því sviði en ætla mætti við fyrstu sýn. „Ég vil taka skýrt fram að ég útiloka alls ekki að það finnist tækifæri til að vinna ennþá meira með málminn hér á Íslandi og jafnvel framleiða úr honum neytendavörur. En fyrri athuganir, meðal annars á vegum sérstakrar nefndar iðnaðarráðuneytisins, og tilraunir sem hafa verið gerðar með framleiðslu, hafa bent til þess að jafnan sé raunhæfast að stunda fullvinnslu í sem mestri nálægð við stóra markaði," sagði Rannveig. Hún gat þess í ræðu sinni að stærsti söluaðili áls á Íslandi, Áltak, kaupir ál frá völsunarverksmiðjum sem fá sitt ál meðal annars frá Straumsvík, þannig að álið frá ISAL er notað í klæðningar á fjölmörgum byggingum hér á landi, sagði Rannveig á fundinum. En Rannveig sagði að helstu tækifærin í áliðnaðinum á Íslandi væru af tvennum toga. Annars vegar væri að auka álframleiðslu, enda væri stór hluti af virkjanlegri raforku á Íslandi enn ónýttur. Hins vegar að opna augun fyrir þeim tækifærum sem væru til uppbyggingar og nýsköpunar í samstarfi við álverin. Sem dæmi um slíkt tækfifæri nefndi hún fyrirtækið Stími sem hafi verið stofnað árið 1995. Fyrsta verkefni þeirra hafi verið að framleiða svokallaðan álhæðarskynjara fyrir álverið í Straumsvík. Síðan þá hafi fyrirtækið þróað og smíðað margskonar tækjabúnað fyrir álverið. Búnaðurinn hafi reynst svo vel að hann hannar núna búnað isem er seldur til Ástralíu, Indlands, Noregs og Katar. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það er ekki útilokað að einhvers konar framleiðsla á neytendavörum úr áli geti þrifist hér á landi, sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi á Útflutningsþingi í dag. Hún sagði hins vegar að nálægðin við álverin veitti Íslendingum minna samkeppnisforskot á því sviði en ætla mætti við fyrstu sýn. „Ég vil taka skýrt fram að ég útiloka alls ekki að það finnist tækifæri til að vinna ennþá meira með málminn hér á Íslandi og jafnvel framleiða úr honum neytendavörur. En fyrri athuganir, meðal annars á vegum sérstakrar nefndar iðnaðarráðuneytisins, og tilraunir sem hafa verið gerðar með framleiðslu, hafa bent til þess að jafnan sé raunhæfast að stunda fullvinnslu í sem mestri nálægð við stóra markaði," sagði Rannveig. Hún gat þess í ræðu sinni að stærsti söluaðili áls á Íslandi, Áltak, kaupir ál frá völsunarverksmiðjum sem fá sitt ál meðal annars frá Straumsvík, þannig að álið frá ISAL er notað í klæðningar á fjölmörgum byggingum hér á landi, sagði Rannveig á fundinum. En Rannveig sagði að helstu tækifærin í áliðnaðinum á Íslandi væru af tvennum toga. Annars vegar væri að auka álframleiðslu, enda væri stór hluti af virkjanlegri raforku á Íslandi enn ónýttur. Hins vegar að opna augun fyrir þeim tækifærum sem væru til uppbyggingar og nýsköpunar í samstarfi við álverin. Sem dæmi um slíkt tækfifæri nefndi hún fyrirtækið Stími sem hafi verið stofnað árið 1995. Fyrsta verkefni þeirra hafi verið að framleiða svokallaðan álhæðarskynjara fyrir álverið í Straumsvík. Síðan þá hafi fyrirtækið þróað og smíðað margskonar tækjabúnað fyrir álverið. Búnaðurinn hafi reynst svo vel að hann hannar núna búnað isem er seldur til Ástralíu, Indlands, Noregs og Katar.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira