Takmarkaðir möguleikar á að fullvinna ál á Íslandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. maí 2010 14:18 Rannveig Rist segir að möguleikar séu á því að auka álframleiðslu og virkja nýsköpun í samstarfi við álfélögin. Mynd/ GVA. Það er ekki útilokað að einhvers konar framleiðsla á neytendavörum úr áli geti þrifist hér á landi, sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi á Útflutningsþingi í dag. Hún sagði hins vegar að nálægðin við álverin veitti Íslendingum minna samkeppnisforskot á því sviði en ætla mætti við fyrstu sýn. „Ég vil taka skýrt fram að ég útiloka alls ekki að það finnist tækifæri til að vinna ennþá meira með málminn hér á Íslandi og jafnvel framleiða úr honum neytendavörur. En fyrri athuganir, meðal annars á vegum sérstakrar nefndar iðnaðarráðuneytisins, og tilraunir sem hafa verið gerðar með framleiðslu, hafa bent til þess að jafnan sé raunhæfast að stunda fullvinnslu í sem mestri nálægð við stóra markaði," sagði Rannveig. Hún gat þess í ræðu sinni að stærsti söluaðili áls á Íslandi, Áltak, kaupir ál frá völsunarverksmiðjum sem fá sitt ál meðal annars frá Straumsvík, þannig að álið frá ISAL er notað í klæðningar á fjölmörgum byggingum hér á landi, sagði Rannveig á fundinum. En Rannveig sagði að helstu tækifærin í áliðnaðinum á Íslandi væru af tvennum toga. Annars vegar væri að auka álframleiðslu, enda væri stór hluti af virkjanlegri raforku á Íslandi enn ónýttur. Hins vegar að opna augun fyrir þeim tækifærum sem væru til uppbyggingar og nýsköpunar í samstarfi við álverin. Sem dæmi um slíkt tækfifæri nefndi hún fyrirtækið Stími sem hafi verið stofnað árið 1995. Fyrsta verkefni þeirra hafi verið að framleiða svokallaðan álhæðarskynjara fyrir álverið í Straumsvík. Síðan þá hafi fyrirtækið þróað og smíðað margskonar tækjabúnað fyrir álverið. Búnaðurinn hafi reynst svo vel að hann hannar núna búnað isem er seldur til Ástralíu, Indlands, Noregs og Katar. Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Það er ekki útilokað að einhvers konar framleiðsla á neytendavörum úr áli geti þrifist hér á landi, sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi á Útflutningsþingi í dag. Hún sagði hins vegar að nálægðin við álverin veitti Íslendingum minna samkeppnisforskot á því sviði en ætla mætti við fyrstu sýn. „Ég vil taka skýrt fram að ég útiloka alls ekki að það finnist tækifæri til að vinna ennþá meira með málminn hér á Íslandi og jafnvel framleiða úr honum neytendavörur. En fyrri athuganir, meðal annars á vegum sérstakrar nefndar iðnaðarráðuneytisins, og tilraunir sem hafa verið gerðar með framleiðslu, hafa bent til þess að jafnan sé raunhæfast að stunda fullvinnslu í sem mestri nálægð við stóra markaði," sagði Rannveig. Hún gat þess í ræðu sinni að stærsti söluaðili áls á Íslandi, Áltak, kaupir ál frá völsunarverksmiðjum sem fá sitt ál meðal annars frá Straumsvík, þannig að álið frá ISAL er notað í klæðningar á fjölmörgum byggingum hér á landi, sagði Rannveig á fundinum. En Rannveig sagði að helstu tækifærin í áliðnaðinum á Íslandi væru af tvennum toga. Annars vegar væri að auka álframleiðslu, enda væri stór hluti af virkjanlegri raforku á Íslandi enn ónýttur. Hins vegar að opna augun fyrir þeim tækifærum sem væru til uppbyggingar og nýsköpunar í samstarfi við álverin. Sem dæmi um slíkt tækfifæri nefndi hún fyrirtækið Stími sem hafi verið stofnað árið 1995. Fyrsta verkefni þeirra hafi verið að framleiða svokallaðan álhæðarskynjara fyrir álverið í Straumsvík. Síðan þá hafi fyrirtækið þróað og smíðað margskonar tækjabúnað fyrir álverið. Búnaðurinn hafi reynst svo vel að hann hannar núna búnað isem er seldur til Ástralíu, Indlands, Noregs og Katar.
Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira