Niðursveifla hjá Buffett, verulega dregur úr hagnaði 9. ágúst 2010 10:02 Erlendir sérfræðingar eru nú að spá í hvort ofurfjárfestinum og goðsögninni Warren Buffett sé farið að förlast. Hagnaður hjá félagi hans, Berkshire Harhaway, minnkaði um 40% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra.Hagnaður Berkshire Harhaway nam 1,97 milljörðum dollara á ársfjórðungnum á móti 3,3 milljörðum dollara á sama tímabili í fyrra. Þetta hefur leitt til þess að getgátur eru uppi um hvort Buffett sé að tapa áttum á fjármálamörkuðum heimsins. Raunar er eitt af greiningarfyrirtækjunum á Wall Street búið að mæla með sölu á hlutum í Berkshire Harhaway en slík tilmæli hafa ekki komið fram síðan árið 2004.Í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir Bill Bergman hjá Morningstar að Berkshire Harhaway hafi lent í vandræðum með afleiður og framvirka samninga á öðrum ársfjórðung og þurft að taka á sig verulegan skell í slíkum viðskiptum vegna rangra ákvarðana. Þar að auki hafi félagið tapað töluvert á viðskiptum með skuldatryggingar.Menn eiga samt ekki að afskrifa Warren Buffett en nef hans fyrir fjárfestingartækifærum hafa gert hann að þriðja ríkasta manni heimsins. Persónulegur auður hans nemur nú tæplega 6.000 milljörðum kr. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Erlendir sérfræðingar eru nú að spá í hvort ofurfjárfestinum og goðsögninni Warren Buffett sé farið að förlast. Hagnaður hjá félagi hans, Berkshire Harhaway, minnkaði um 40% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra.Hagnaður Berkshire Harhaway nam 1,97 milljörðum dollara á ársfjórðungnum á móti 3,3 milljörðum dollara á sama tímabili í fyrra. Þetta hefur leitt til þess að getgátur eru uppi um hvort Buffett sé að tapa áttum á fjármálamörkuðum heimsins. Raunar er eitt af greiningarfyrirtækjunum á Wall Street búið að mæla með sölu á hlutum í Berkshire Harhaway en slík tilmæli hafa ekki komið fram síðan árið 2004.Í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir Bill Bergman hjá Morningstar að Berkshire Harhaway hafi lent í vandræðum með afleiður og framvirka samninga á öðrum ársfjórðung og þurft að taka á sig verulegan skell í slíkum viðskiptum vegna rangra ákvarðana. Þar að auki hafi félagið tapað töluvert á viðskiptum með skuldatryggingar.Menn eiga samt ekki að afskrifa Warren Buffett en nef hans fyrir fjárfestingartækifærum hafa gert hann að þriðja ríkasta manni heimsins. Persónulegur auður hans nemur nú tæplega 6.000 milljörðum kr.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur