Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að sala Porsche bílanna hafi aukist um 8,8% milli ára og nam 81.850 bílum á síðasta reikningsári framleiðandans.
Michael Macht forstjóri Porsche segir að þessar tölur sýni að framleiðandinn hafi náð aftur fyrri styrk sínum í heiminum en megnið af söluaukningunni er í löndum fyrir utan Evrópu og Bandaríkin. Bara í Kína seldust rúmlega 11.700 bílar á árinu.