Gullöld tekur við af olíuævintýrinu í Noregi 4. október 2010 10:58 Ný gullöld, bókstaflega talað, mun taka við af olíuævintýrinu í Noregi þegar olíuna þrýtur undan ströndum landsins. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 100 milljónum norskra kr. eða um 2 milljörðum kr. til gulleitar í norðurhluta landsins á næstu fjórum árum. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar kemur fram að sérfræðingar telja að mikið magn af gulli sé til staðar í Norður Noregi. Þannig telur Trond Giske viðskiptaráðherra Noregs að gullið muni vera það sem Norðmenn lifi af í framtíðinni. „Eftir tíu til fimmtán ár mun gull verða hin nýja olía í Noregi," segir ráðherrann. Jarðfræðirannsóknarstöð Noregs í Þrándheimi styður skoðanir ráðherrans. Sérfræðingar þar telja að í Noregi sé að finna álíka mikið af verðmætum málmum og í Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Það er hinsvegar stórt ljón í veginum. Samar sem búa í norðurhluta Noregs og lifa af hreindýrarækt vilja ekki sjá námugröft í sínu landi. Giske er hinsvegar sannfærður um að leysa megi það vandamál þar sem nútíma námugröftur hefur ekki í för með sér jafnmikið jarðrask og áður. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ný gullöld, bókstaflega talað, mun taka við af olíuævintýrinu í Noregi þegar olíuna þrýtur undan ströndum landsins. Norsk stjórnvöld hafa ákveðið að verja 100 milljónum norskra kr. eða um 2 milljörðum kr. til gulleitar í norðurhluta landsins á næstu fjórum árum. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar kemur fram að sérfræðingar telja að mikið magn af gulli sé til staðar í Norður Noregi. Þannig telur Trond Giske viðskiptaráðherra Noregs að gullið muni vera það sem Norðmenn lifi af í framtíðinni. „Eftir tíu til fimmtán ár mun gull verða hin nýja olía í Noregi," segir ráðherrann. Jarðfræðirannsóknarstöð Noregs í Þrándheimi styður skoðanir ráðherrans. Sérfræðingar þar telja að í Noregi sé að finna álíka mikið af verðmætum málmum og í Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Það er hinsvegar stórt ljón í veginum. Samar sem búa í norðurhluta Noregs og lifa af hreindýrarækt vilja ekki sjá námugröft í sínu landi. Giske er hinsvegar sannfærður um að leysa megi það vandamál þar sem nútíma námugröftur hefur ekki í för með sér jafnmikið jarðrask og áður.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira