Hækkanir á hrávörum sýna matvælakreppu í uppsiglingu 11. október 2010 10:43 Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Miklar hækkanir á hrávörum eins og korni og maís undanfarnar vikur og mánuði sýna að matvælakreppa er í uppsiglingu. Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu sýna að kornbirgðir landsins muni í vetur verða þær minnstu undanfarin 14 ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Landbúnaðarráðuneytið birti tölur sínar s.l. föstudag og höfðu þær þau áhrif að verð á soyjabaunum, maís og hveiti ruku upp á mörkuðum. Tölurnar komu á óvart því áður hafði verið talið að um metuppskeru yrði að ræða í Bandaríkjunum í ár. Óhagstæð veðurskilyrði, með óvenjumiklum sumarhitum, hafa hinsvegar gert það að verkum að uppskeran verður töluvert undir meðallagi.Bandaríkin eru stærsti útflytjandi á korni í heiminum. Bandaríkin eru ekki eina landið sem glímir við slæma kornuppskeru í ár. Eins og áður hefur komið fram er uppskerubresturinn í Rússlandi það mikill að stjórnvöld hafa bannað útflutning á hveiti til ársloka 2011. Sömu sögu er að segja í Úkraníu. Frá því fyrir helgi hefur verð á maís hækkað um 8,5% og raunar varð verðhækkunin svo brött á tímabili s.l. föstudag að viðskipti með maís voru stöðvuð á hrávörumarkaðinum í Chicago. Soyjabaunir hækkuðu um 4,1% og hveiti um 2,1%. Þessar miklu hækkanir á korni munu, að mati sérfræðinga Bloomberg, valda því að verð á kjöti mun hækka um 14%. „Eins og ég sé málið erum við þegar komin í matvælakreppu," segir einn af greinendum Morgan Stanley í samtali við Financial Times.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira