Ómar Ragnarsson á árshátíð þungarokksins 9. júlí 2010 06:00 Andri Freyr og Ómar Ragnarsson ætla að sækja þungarokkshátíðina Eistnaflug um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir fara á hátíðina. Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Andri Freyr og Ómar sækja hátíðina, sem margir líta á sem árshátíð þungarokksins, og segjast þeir hlakka mikið til að upplifa rokkið sem þar ríkir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Eistnaflug, sem er alveg til skammar, enda er ég heimamaður. Þetta er stór stund og ekki skemmir fyrir að við fáum að upplifa hana saman, ég og Ómar,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Aðspurður segist Andri Freyr hvað spenntastur fyrir að sjá kempurnar í Napalm Death, Klink, Mínus og Plastic Gods. Ómar segist einnig spenntur fyrir hátíðinni og er fullviss um að hann eigi eftir að skemmta sér vel. „Ég á eftir að fíla þetta, þetta er power og kraftur. Ég er gamall þungarokkari sjálfur og vildi bara hlusta á Little Richard og Chuck Berry á mínum yngri árum, Elvis var aldrei nógu grófur fyrir mig. Ég er því viss um að ég eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Nafnið á hátíðinni sjálfri þykir mér, sjö barna föður, einnig dásamlegt í alla staði,“ segir Ómar og hlær. Hann segir samstarfið við Andra Frey hafa gengið vonum framar og eru þeir félagar orðnir hinir mestu mátar. „Þetta hefur verið mjög gefandi, ekki síst fyrir mig. Núna er Andri líka á heimavelli og í staðinn fyrir að ég úði út úr mér mismunandi skemmtilegum fróðleik þá getur hann nú tekið gamla manninn og sagt mér frá öllu,“ segir Ómar. - sm Eistnaflug Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson verður viðstaddur þungarokkshátíðina Eistnaflug nú um helgina ásamt starfsfélaga sínum, Ómari Ragnarssyni. Eistnaflug verður haldin hátíðleg í fimmta sinn nú um helgina og á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram eru goðsagnirnar í Napalm Death, Sólstafir, Dr. Spock, Mínus og Klink. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Andri Freyr og Ómar sækja hátíðina, sem margir líta á sem árshátíð þungarokksins, og segjast þeir hlakka mikið til að upplifa rokkið sem þar ríkir. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer á Eistnaflug, sem er alveg til skammar, enda er ég heimamaður. Þetta er stór stund og ekki skemmir fyrir að við fáum að upplifa hana saman, ég og Ómar,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Aðspurður segist Andri Freyr hvað spenntastur fyrir að sjá kempurnar í Napalm Death, Klink, Mínus og Plastic Gods. Ómar segist einnig spenntur fyrir hátíðinni og er fullviss um að hann eigi eftir að skemmta sér vel. „Ég á eftir að fíla þetta, þetta er power og kraftur. Ég er gamall þungarokkari sjálfur og vildi bara hlusta á Little Richard og Chuck Berry á mínum yngri árum, Elvis var aldrei nógu grófur fyrir mig. Ég er því viss um að ég eigi eftir að falla vel inn í hópinn. Nafnið á hátíðinni sjálfri þykir mér, sjö barna föður, einnig dásamlegt í alla staði,“ segir Ómar og hlær. Hann segir samstarfið við Andra Frey hafa gengið vonum framar og eru þeir félagar orðnir hinir mestu mátar. „Þetta hefur verið mjög gefandi, ekki síst fyrir mig. Núna er Andri líka á heimavelli og í staðinn fyrir að ég úði út úr mér mismunandi skemmtilegum fróðleik þá getur hann nú tekið gamla manninn og sagt mér frá öllu,“ segir Ómar. - sm
Eistnaflug Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira