Handbolti

Engin áhrif á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri með landsliðið.
Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri með landsliðið.

Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur Guðmundur Guðmundsson, verið ráðinn íþróttastjóri hjá danska liðinu AG Köbenhavn.

Ráðningin hefur engin áhrif á starf Guðmundar sem landsliðsþjálfari Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.

„Að gefnu tilefni vill Handknattleikssamband Íslands koma því á framfæri vegna ráðningar Guðmundar Guðmundssonar sem íþróttastjóri hjá handknattleiksliðinu AG Köbenhavn að ráðning hans þar mun ekki hafa nein áhrif á störf hans sem landsliðsþjálfari Íslands," segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Guðmundur íþróttastjóri hjá AG - Arnór og Snorri með AG

Núna rétt í þessu hófst blaðamannafundur í Bröndby þar sem tilkynnt er að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, í handknattleik hafi verið ráðinn íþróttastjóri hjá danska ofurliðinu AG Köbenhavn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×