MGM var á sínum tíma, milli 1930 og 1950, stærsta og öflugasta kvikmyndafyrirtæki heimsins. Frá áttunda áratugnum hefur það hinsvegar farið í gegnum mörg eigendaskipti, endurskipulagningar og yfirtökur. Aðalleikararnir í þeirri dramtík voru fjárfestirinn Kirk Kerkorian og fjölmiðlakóngurinn Ted Turner.
Fyrir utan hinn verðmæta rétt að James Bond situr MGM á einu stærsta safni af kvikmyndum í Hollywood en það telur samtals 4.100 kvikmyndir.
Sam stendur vinnur Warner Bros, dótturfélag Time Warner, að gerð myndarinnar The Hobbit eftir sögu J.R.R. Tolkien, í samvinnu við MGM.
MGM glímir við mikið skuldavandamál í dag og hefur ekki getað staðið við afborganir af skuldum upp á samtals 3,7 milljarða dollara.