Fjallað er um málið í Financial Times en Tony og Ridley eiga að baki margar þekktar myndir eins og Alien, Top Gun og Gladiator. MGM er nú í höndum kröfuhafa en kvikmyndaverið skuldar um 3,7 milljarða dollara og getur ekki lengur staðið við afborganir af þeim skuldum.
Eins og áður hefur verið greint frá hefur Time Warner þegar lagt fram tilboð í MGM sem hljóðar upp á 1,5 milljarða dollara og er Time Warner hæstbjóðandi enn sem komið er. Hinsvegar munu kröfuhafarnir hafa meiri áhuga á að breyta kröfum sínum í hlutafé og leggja MGM síðan til rekstrarfé í stað beinnar sölu.
Þeir bræður Tony og Ridley reka sitt eigið kvikmyndaver undir nafninu Scott Free en ekki liggur ljóst fyrir hvort áætlanir bræðranna geri ráð fyrir að það verði sameinað MGM eða ekki.