Í frétt um málið á börsen.dk segir að hagnaður Deutsche Bank hafi verið nokkuð yfir væntingum sérfræðinga. Þannig spáði hópur þeirra á Bloomberg fréttaveitunni að hagnaðurinn yrði 1,05 milljarðar evra.
Skýringin á þessum góða hagnaði liggur m.a. í því að afskrifir bankans á öðrum ársfjórðungi voru töluvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Afskriftirnar námu 243 milljónum evra en reiknað var með að þær myndu nema 450 milljónum evra.