Hverju svara ráðherrarnir? Sigurður Ingi Jóhannsson alþingismaður skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum landsins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar. Íbúar landsbyggðarinnar eru eins og aðrir tilbúnir til að bera sameiginlegar byrðar af samdrætti, skattahækkunum, launaskerðingum og niðurskurði í opinberum rekstri. En íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heilbrigðissviði. Þar er höggvið of nærri öryggi fjölskyldunnar, barna og aldraðra. Það gilda heldur ekki jafnræðissjónarmið í niðurskurðartillögum fjármála- og heilbrigðisráðherra. Misrétti þegnanna blasir við hvort sem talað er um fjarlægðir, samgöngur eða kostnað. Gríðarleg mótmæliUm allt land hefur fólk mótmælt. Haldnir hafa verið afar velsóttir íbúafundir, undirskriftalistar hafa gengið manna á milli í einstökum héruðum sem margir hafa skrifað undir til að mótmæla aðförinni að heilbrigðisstofnun heimahéraðs. Á Suðurlandi skrifuðu þannig allt að tíu þúsund manns af 19 þúsund kosningabærra manna á svæðinu og mótmæltu þannig fyrirhuguðum niðurskurði. Á fimmtudaginn komu hundruð manna frá Suðurlandi og víðar af landinu saman á Austurvelli til svokallaðrar meðmælastöðu til að sýna hug sinn í verki. Annars vegar til að fylgja eftir afhendingu undirskriftalista tugþúsunda íbúa af öllu landinu og hinsvegar til að sýna samstöðu með því frábæra heilbrigðiskerfi sem við eigum og viljum eiga áfram. Skilaboðin eru skýr – íbúar landsbyggðarinnar vilja að allir landsmenn njóti grunn-heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Undir þetta hafa langflestir þingmenn tekið. Þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel ráðherrar. Ákall íbúa – aflýsið hættuástandiViðbrögð fjármálaráðherra og að hluta til heilbrigðisráðherra hafa hinsvegar valdið vonbrigðum. Þeir hafa hingað til komið sér hjá því að svara ákalli íbúa landsbyggðar. Svör þeirra eru óskýr, í besta falli verið loðmulla um að málin verði skoðuð að nýju en óvissu íbúa og starfsfólks hefur ekki verið eytt. Krafan er einföld, lýsið því yfir að stefnan um að leggja af sjúkrahús landsbyggðar hafi verið röng og frá henni hafi verið fallið. Í kjölfarið er sjálfsagt að setja á fót samráðshóp til að fara yfir með hvaða hætti við náum enn betri árangri í heilbrigðisþjónustunni á sem hagkvæmastan hátt. Að því borði þarf að kalla fagfólk heilbrigðisþjónustunnar hvarvetna af landinu sem og fulltrúa íbúa. Grunnþarfir íbúa á hverju svæði þarf að skilgreina og kostnað þjónustunnar á hverjum stað áður en til sértæks niðurskurðar kemur. Hvernig er þetta hægtTil að skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir þessari skynsömu leið í stað leiðar ríkisstjórnar VG og Samfylkingar þarf að gera þrennt. Í fyrsta lagi virðist þurfa (þar sem AGS ræður för ríkisstjórnar) að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um vægari niðurskurð við endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Í öðru lagi ættum við að skattleggja strax séreignasparnaðinn og nota hluta hans til að fara skynsamlegri leið í niðurskurði útgjalda til heilbrigðismála. Í þriðja lagi þurfum við að spýta vel í lófana í atvinnumálum. Þar eru næg tækifæri sem munu á undraskjótum tíma auka hagvöxt og skila þannig fleiri krónum í ríkiskassann. Það er leið skynseminnar – án öfga vinstri eða hægri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurskurðarhugmyndir ríkisstjórnar VG og Samfylkingar á sjúkrasviðum heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hafa magnað upp mikla reiði íbúa á landsbyggðinni. Þrátt fyrir að þensla síðasta áratugar hafi farið meira og minna framhjá flestum svæðum landsins (kannski sem betur fer) þá sitja allir landsmenn uppi með kreppuna og afleiðingar hennar. Íbúar landsbyggðarinnar eru eins og aðrir tilbúnir til að bera sameiginlegar byrðar af samdrætti, skattahækkunum, launaskerðingum og niðurskurði í opinberum rekstri. En íbúar landsbyggðar sætta sig ekki við að fórnað sé grunnþjónustu við íbúa á heilbrigðissviði. Þar er höggvið of nærri öryggi fjölskyldunnar, barna og aldraðra. Það gilda heldur ekki jafnræðissjónarmið í niðurskurðartillögum fjármála- og heilbrigðisráðherra. Misrétti þegnanna blasir við hvort sem talað er um fjarlægðir, samgöngur eða kostnað. Gríðarleg mótmæliUm allt land hefur fólk mótmælt. Haldnir hafa verið afar velsóttir íbúafundir, undirskriftalistar hafa gengið manna á milli í einstökum héruðum sem margir hafa skrifað undir til að mótmæla aðförinni að heilbrigðisstofnun heimahéraðs. Á Suðurlandi skrifuðu þannig allt að tíu þúsund manns af 19 þúsund kosningabærra manna á svæðinu og mótmæltu þannig fyrirhuguðum niðurskurði. Á fimmtudaginn komu hundruð manna frá Suðurlandi og víðar af landinu saman á Austurvelli til svokallaðrar meðmælastöðu til að sýna hug sinn í verki. Annars vegar til að fylgja eftir afhendingu undirskriftalista tugþúsunda íbúa af öllu landinu og hinsvegar til að sýna samstöðu með því frábæra heilbrigðiskerfi sem við eigum og viljum eiga áfram. Skilaboðin eru skýr – íbúar landsbyggðarinnar vilja að allir landsmenn njóti grunn-heilbrigðisþjónustu óháð efnahag eða búsetu. Undir þetta hafa langflestir þingmenn tekið. Þingmenn úr öllum flokkum og jafnvel ráðherrar. Ákall íbúa – aflýsið hættuástandiViðbrögð fjármálaráðherra og að hluta til heilbrigðisráðherra hafa hinsvegar valdið vonbrigðum. Þeir hafa hingað til komið sér hjá því að svara ákalli íbúa landsbyggðar. Svör þeirra eru óskýr, í besta falli verið loðmulla um að málin verði skoðuð að nýju en óvissu íbúa og starfsfólks hefur ekki verið eytt. Krafan er einföld, lýsið því yfir að stefnan um að leggja af sjúkrahús landsbyggðar hafi verið röng og frá henni hafi verið fallið. Í kjölfarið er sjálfsagt að setja á fót samráðshóp til að fara yfir með hvaða hætti við náum enn betri árangri í heilbrigðisþjónustunni á sem hagkvæmastan hátt. Að því borði þarf að kalla fagfólk heilbrigðisþjónustunnar hvarvetna af landinu sem og fulltrúa íbúa. Grunnþarfir íbúa á hverju svæði þarf að skilgreina og kostnað þjónustunnar á hverjum stað áður en til sértæks niðurskurðar kemur. Hvernig er þetta hægtTil að skapa fjárhagslegt svigrúm fyrir þessari skynsömu leið í stað leiðar ríkisstjórnar VG og Samfylkingar þarf að gera þrennt. Í fyrsta lagi virðist þurfa (þar sem AGS ræður för ríkisstjórnar) að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um vægari niðurskurð við endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Í öðru lagi ættum við að skattleggja strax séreignasparnaðinn og nota hluta hans til að fara skynsamlegri leið í niðurskurði útgjalda til heilbrigðismála. Í þriðja lagi þurfum við að spýta vel í lófana í atvinnumálum. Þar eru næg tækifæri sem munu á undraskjótum tíma auka hagvöxt og skila þannig fleiri krónum í ríkiskassann. Það er leið skynseminnar – án öfga vinstri eða hægri.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun