Skyndilegt verðfall verður kannað 8. maí 2010 09:15 Spenntir í kauphöllinni. Eftir verðfallið á fimmtudag ríkti veruleg spenna í kauphöllinni í New York í gær.nordicphotos/AFP -AP- Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn. Dow Jones-vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta, og hefur fallið aldrei fyrr verið jafn mikið á einum degi. Markaðurinn náði þó að endurheimta tvo þriðju verðfallsins aftur áður en dagurinn var á enda. Í fyrstu héldu menn að ástæðan væri almenn spenna á fjármálamörkuðum sem stafar ekki síst af áhyggjum af stöðu evrunnar og áhrifum skuldavanda Grikkja á hana. Síðan kom upp sú saga að verðbréfamiðlari hefði óvart gert sölutilboð upp á 16 milljarða dali, en í raun hafi hann einungis ætlað að gera sölutilboð upp á 16 milljónir. Ekki er vitað hvað hæft er í þessu, en þetta ætlar fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sem sagt að kanna. Mikill órói var áfram á mörkuðum vestra í gær, þrátt fyrir góð tíðindi af atvinnumálum í Bandaríkjunum sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu átt að stappa í menn stálinu. Dow Jones-vísitalan hrapaði um heil 280 stig snemma dags en hafði að mestu náð sér aftur síðdegis. Svipaða sögu er að segja af öðrum vísitölum, þótt umrótið á þeim hafi ekki verið jafn mikið.- gb Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
-AP- Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í gær að fjármálaeftirlit landsins reyni nú að komast til botns í því hvað olli skyndilegu verðfalli á verðbréfamörkuðum á fimmtudaginn. Dow Jones-vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta, og hefur fallið aldrei fyrr verið jafn mikið á einum degi. Markaðurinn náði þó að endurheimta tvo þriðju verðfallsins aftur áður en dagurinn var á enda. Í fyrstu héldu menn að ástæðan væri almenn spenna á fjármálamörkuðum sem stafar ekki síst af áhyggjum af stöðu evrunnar og áhrifum skuldavanda Grikkja á hana. Síðan kom upp sú saga að verðbréfamiðlari hefði óvart gert sölutilboð upp á 16 milljarða dali, en í raun hafi hann einungis ætlað að gera sölutilboð upp á 16 milljónir. Ekki er vitað hvað hæft er í þessu, en þetta ætlar fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sem sagt að kanna. Mikill órói var áfram á mörkuðum vestra í gær, þrátt fyrir góð tíðindi af atvinnumálum í Bandaríkjunum sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu átt að stappa í menn stálinu. Dow Jones-vísitalan hrapaði um heil 280 stig snemma dags en hafði að mestu náð sér aftur síðdegis. Svipaða sögu er að segja af öðrum vísitölum, þótt umrótið á þeim hafi ekki verið jafn mikið.- gb
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira