Nígeríumaður vill hlut í Arsenal Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2010 08:00 Nígeríumaðurinn vill hlut í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal og félögum hans. Mynd/ Getty. Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Nígerískur auðjöfur að nafni Aliko Dangote á í viðræðum um kaup á 16% hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Hluturinn sem er til sölu er í eigu Lafði Ninu Bracewell-Smith, en hún er fjórði stærsti hluthafinn í knattspyrnufélaginu. Hlutur Bracewell Smith er metinn á 96 milljónir sterlingspunda eða rúmar 15 milljarðar íslenskra króna. Breska blaðið Sunday Times segir hins vegar að hún vilji fá 160 milljónir punda fyrir hlutinn. Það jafngildir 26 milljörðum íslenskra króna. Salan á þessum hlut gæti haft úrslitaáhrif á eignarhald í félaginu því að tveir stærstu hluthafar í félaginu, Stan Kroenke og Rússinn Alisher Usmanov hafa einnig áhuga á að kaupa hann. Hreppi þeir hlutinn af Bracewell-Smith verður þeim skylt að taka knattspyrnufélagið yfir að fullu. Sunday Times segir að markaðsverðmæti Arsenal nemi rúmum 600 milljónum sterlingspunda eða 96 milljörðum íslenskra króna. Gera má ráð fyrir að fleiri ensk stórlið verði seld í sumar því að eigendur Liverpool hafa lýst yfir vilja til að selja félagið. Þá hefur verið unnið að því að leggja fram tilboð í Manchester United sem nú er í eigu Glazer fjölskyldunnar.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira