Öflugt íþróttastarf ungmenna 12. nóvember 2010 05:30 Á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík undir yfirskriftinni Æskan - Rödd framtíðar. Meginefni hennar var kynning á rannsókn á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. sjálfstjórnarlöndunum þremur, á meðal 16-19 ára ungmenna. Þar eru m.a. könnuð viðhorf ungmenna til samfélagsins, netnotkun ungmenna, viðhorf til kynjajafnréttis, menntakerfis og svo mætti lengi telja. Ennfremur er spurst fyrir um líðan og svo daglega hegðun. Margt í þessari könnun hefur vakið verðskuldaða athygli en mig langar hér að nefna sérstaklega eitt atriði. Ef bornar eru saman niðurstöður frá öllum löndunum kemur fram að íslensk ungmenni taka mestan þátt í íþróttastarfi utan skóla. Þetta á bæði við um hreyfingu utan skipulagðra íþróttafélaga og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi á vegum íþróttafélaganna. Þetta sýnir glöggt hversu víðtæk þátttaka í íþróttastarfi er hér á landi og hversu miklu skiptir að halda vel utan um íþróttaiðkun ungmenna. Eftir að kreppan skall á haustið 2008 hafa íþróttamál ekki farið varhluta af þeim mikla niðurskurði sem orðið hefur á öllum sviðum opinbers rekstrar. Í fjárlögum í fyrra var niðurskurður í þessum geira í kringum 10% og gerist það á sama tíma og sveitarfélög skera niður, fyrirtæki halda að sér höndum við styrkveitingar og líklega hefur aldrei verið erfiðara fyrir fjölskyldurnar í landinu að greiða félagsgjöld. Íþróttahreyfingin hefur reitt sig á öflugt net sjálfboðaliða sem hafa haldið uppi starfinu í mörgum félögum og sérsamböndum en stundum gleymist þeirra þáttur þegar rætt er um rekstur íþróttahreyfingarinnar. Í ljósi þess að það þrengir mjög að hjá íþróttahreyfingunni var ákveðið að leggja til í fjárlögum ársins 2011 að niðurskurður verði um 5% á næsta ári. Ætlunin með því er meðal annars að hlífa öðrum fremur þeirri starfsemi sem snýr að börnum og unglingum og reyna að taka höndum saman með íþróttahreyfingunni um að verja þann góða árangur sem hefur náðst í þátttöku íslenskra ungmenna í íþróttastarfi. Af honum getum við Íslendingar verið stolt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík undir yfirskriftinni Æskan - Rödd framtíðar. Meginefni hennar var kynning á rannsókn á öllum Norðurlöndunum, þ.m.t. sjálfstjórnarlöndunum þremur, á meðal 16-19 ára ungmenna. Þar eru m.a. könnuð viðhorf ungmenna til samfélagsins, netnotkun ungmenna, viðhorf til kynjajafnréttis, menntakerfis og svo mætti lengi telja. Ennfremur er spurst fyrir um líðan og svo daglega hegðun. Margt í þessari könnun hefur vakið verðskuldaða athygli en mig langar hér að nefna sérstaklega eitt atriði. Ef bornar eru saman niðurstöður frá öllum löndunum kemur fram að íslensk ungmenni taka mestan þátt í íþróttastarfi utan skóla. Þetta á bæði við um hreyfingu utan skipulagðra íþróttafélaga og þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi á vegum íþróttafélaganna. Þetta sýnir glöggt hversu víðtæk þátttaka í íþróttastarfi er hér á landi og hversu miklu skiptir að halda vel utan um íþróttaiðkun ungmenna. Eftir að kreppan skall á haustið 2008 hafa íþróttamál ekki farið varhluta af þeim mikla niðurskurði sem orðið hefur á öllum sviðum opinbers rekstrar. Í fjárlögum í fyrra var niðurskurður í þessum geira í kringum 10% og gerist það á sama tíma og sveitarfélög skera niður, fyrirtæki halda að sér höndum við styrkveitingar og líklega hefur aldrei verið erfiðara fyrir fjölskyldurnar í landinu að greiða félagsgjöld. Íþróttahreyfingin hefur reitt sig á öflugt net sjálfboðaliða sem hafa haldið uppi starfinu í mörgum félögum og sérsamböndum en stundum gleymist þeirra þáttur þegar rætt er um rekstur íþróttahreyfingarinnar. Í ljósi þess að það þrengir mjög að hjá íþróttahreyfingunni var ákveðið að leggja til í fjárlögum ársins 2011 að niðurskurður verði um 5% á næsta ári. Ætlunin með því er meðal annars að hlífa öðrum fremur þeirri starfsemi sem snýr að börnum og unglingum og reyna að taka höndum saman með íþróttahreyfingunni um að verja þann góða árangur sem hefur náðst í þátttöku íslenskra ungmenna í íþróttastarfi. Af honum getum við Íslendingar verið stolt.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar