Eik Bank Denmark, dótturfélag Eik Banki í Færeyjum, mun tapa helmingi af útlánum sínum til fyrirtækja þar í landi eða um 40 milljörðum kr. Alls nema þessi útlán 4,2 miljörðum danskra kr. eða ríflega 80 milljörðum kr.
Í frétt um málið á business.dk segir að skilanefnd sú sem bankasýsla Danmerkur skipaði yfir Eik Bank sé nú að fari í gegnum efnahagsreikning bankans til að átta sig á stöðunni. Um er að ræða um 100 fyrirtæki og félög sem bankinn lánaði, einkum til fasteignaverkefna og fjárfestinga í fasteignum.
Um er að ræða fyrirtæki sem aðallega eru staðsett í Danmörku en einnig í minna mæli í Þýskalandi, Englandi og Suður-Evrópu.
Fram kemur í fréttinni að fyrsta verkefni skilanefndarinnar sé að finna kaupenda að netbanka Eik Bank í Danmörku en þar eru um 70,000 manns með innlánsreikninga. Sá hluti bankastarfsemi Eik Bank er talin traustur og hafa um 20 áhugasamir fjárfestar lýst yfir áhuga sínum á að kaupa netbankann.