Lögreglurannsókn hafin á Goldman Sachs 30. apríl 2010 10:16 Saksóknari á Manhattan í New York hefur fyrirskipað lögreglurannsókn á starfsháttum fjárfestingabankans Goldman Sachs.Rannsóknin beinist að því hvort bankinn hafi brotið lög með starfsháttum við að selja viðskiptavinum sínum skuldavafninga sem byggðust á svokölluðum undirmálslánum í Bandaríkjunum fram á árið 2007.Fjallað er um málið í flestum erlendum fjölmiðlum í morgun en á BBC segir að talsmenn Goldman Sachs séu ekki undrandi yfir þessari rannsókn í ljósi þess umtals sem bankinn hefur orðið fyrir að undanförnu.Eins og áður hefur komið fram hefur bandaríska fjármálaeftirlitið höfðað einkamál gegn Goldman Sachs vegna fyrrgreindra vafninga. Í vikunni voru svo bankastjóri Goldman Sachs og nokkrir yfirmenn bankans grillaðir af bandarískri þingnefnd sökum málsins.Samhliða því að selja viðskiptavinum sínum vafningana tók Goldman Sachs sjálfur skortstöður í þeim og veðjaði á að þeir myndu falla í verði sem og gerðist.Eftir á að koma í ljós hvort lögreglurannsóknin á Manhattan leiði til ákæru en á BBC er þess getið að sönnunarbyrðin er meiri í þessari rannsókn en í máli bandaríska fjármálaeftirlitsins gagn bankanum. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Saksóknari á Manhattan í New York hefur fyrirskipað lögreglurannsókn á starfsháttum fjárfestingabankans Goldman Sachs.Rannsóknin beinist að því hvort bankinn hafi brotið lög með starfsháttum við að selja viðskiptavinum sínum skuldavafninga sem byggðust á svokölluðum undirmálslánum í Bandaríkjunum fram á árið 2007.Fjallað er um málið í flestum erlendum fjölmiðlum í morgun en á BBC segir að talsmenn Goldman Sachs séu ekki undrandi yfir þessari rannsókn í ljósi þess umtals sem bankinn hefur orðið fyrir að undanförnu.Eins og áður hefur komið fram hefur bandaríska fjármálaeftirlitið höfðað einkamál gegn Goldman Sachs vegna fyrrgreindra vafninga. Í vikunni voru svo bankastjóri Goldman Sachs og nokkrir yfirmenn bankans grillaðir af bandarískri þingnefnd sökum málsins.Samhliða því að selja viðskiptavinum sínum vafningana tók Goldman Sachs sjálfur skortstöður í þeim og veðjaði á að þeir myndu falla í verði sem og gerðist.Eftir á að koma í ljós hvort lögreglurannsóknin á Manhattan leiði til ákæru en á BBC er þess getið að sönnunarbyrðin er meiri í þessari rannsókn en í máli bandaríska fjármálaeftirlitsins gagn bankanum.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira