Brasilíumaðurinn Robinho hefur komið landa sínum hjá Real Madrid til varnar en Kaka fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á móti Lyon í Meistaradeildinni í vikunni.
„Þetta er ekkert nýtt í Madrid. Þegar hlutirnir ganga illa þá fellur skuldin alltaf á útlendingana. Það gerðist þegar ég var að spila þarna, það er í gangi með Kaka núna og mun einnig gerast í framtíðinni," segir Robinho í viðtali við spænska blaðið Marca.
„Kaka er stórkostlegur leikmaður og ég er viss um að hann mun koma sterkur til baka. Hann mun ná miklum árangri í búningi Real Madrid og mun standa sig vel með brasilíska landsliðinu," segir Robinho.
