Hvað getum við gert? 9. október 2010 06:00 Það er ríkisstjórn í landinu. Allt frá því að Íslendingar endurheimtu heimastjórn hefur þótt augljóst að valdi ríkisstjórnar eigi að fylgja ábyrgð á aðgerðum og aðgerðaleysi, að minnsta kosti pólitíska ábyrgð. Í ótrúlegum vandræðagangi sínum hefur ríkisstjórninni og málsvörum hennar þó tekist að nýta stærsta hæfileika sinn, spunafærnina, til að láta umræðuna snúast um að stjórnmálin öll séu ómöguleg. Athyglinni er dreift frá vanda ríkisstjórnarinnar með því að setja alla undir sama hatt og leitast við að láta ábyrgðina hvíla jafnt hjá ríkisstjórn sem hefur tekið sér allt vald og hinni valdalausu stjórnarandstöðu. Vinstrisinnaðir spekingar sjá að stjórnin virkar ekki en telja sig knúna til að hnýta í alla aðra í leiðinni. Hver étur upp eftir öðrum orðaval sem er til þess eins ætlað að setja alla í einn flokk, stjórnmálastéttin, fjórflokkurinn o.s.frv. Karp stjórnmálastéttarinnarRáðherrar mæta aldrei í viðtal eða ræðustól þessa dagana án þess að tala um að vandinn liggi hjá þinginu öllu, allir þurfi að taka sig á, ekki bara ríkisstjórnin. Svo er látið eins og vandinn sé karp og skotgrafarhernaður í pólitíkinni frekar en stefna stjórnvalda. Þetta stenst ekki skoðun. Að langmestu leyti er umræða í þingsal og í nefndum yfirveguð og hófstillt. Það þykir eðli málsins samkvæmt helst fréttnæmt þegar mönnum lendir saman og þar af leiðandi er langmest fjallað um þau tilvik þar sem tekist er á. Langflest mál ríkisstjórnarinnar fara mótatkvæðalaust í gegnum þingið. Á þessu ári hafa aðeins þrjú frumvörp fengið meira en tvö nei-atkvæði. Mesti fjöldi nei-atkvæða var 12. Hver er þá vandinn?Vandinn er sá að frá ríkisstjórninni koma ekki þau mál sem á þarf að halda. Ráðandi stefna virkar ekki og tillögur frá stjórnarandstöðu eru látnar hverfa. Samt leyfa menn sér að flokka stjórnarandstöðuna með ríkisstjórninni og kenna henni um stefnu stjórnvalda ekki síður en stjórnvöldum sjálfum. Þegar við reynum að vara við því að staðan sé verri en ríkisstjórnin heldur fram og kalli því á aðrar og róttækari aðgerðir en þær sem koma frá ríkisstjórninni, spila spunamenn stjórnarliðsins því út að framsóknarmenn séu of neikvæðir. Þegar endalausar tilraunir til að leiðbeina duga ekki (ekki einu sinni gagnvart minnihlutastjórn) og við reynum að berjast fyrir því að á okkur sé hlustað og horfið frá skaðlegri stefnu glymur í spunaliðinu að við séum of hörð og eigum að sýna meiri auðmýkt. SamvinnaSamvinna um úrlausn stórra vandamála er gríðarlega mikilvæg. Svo mikla trú höfðum við á því að allir hlytu að vinna saman að því að taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja að við treystum öðrum flokkum til að halda um stjórnartaumana í minnihlutastjórn. En þegar erlendir kröfuhafar eru teknir fram yfir almenning bæði varðandi skuldir heimilana og ólögmætar kröfur á ríkið er ekki hægt að láta það viðgangast í nafni samvinnu. Þegar kemur á daginn að slíkur grundvallarmunur er á stefnu stjórnmálaflokka og það traust sem sýnt var með því að verja minnihlutastjórn er ekki einu sinni endurgoldið með því svo mikið sem að hlusta á tillögur til úrbóta (heldur beinlínis ráðist á þær) er ekki hægt að láta stjórnvöldum það eftir í nafni samstöðu. Stjórnarandstaða sem leyfir ríkisstjórn að gera stórkostleg mistök bregst hlutverki sínu. Hlutverk stjórnarandstöðuÍ lýðræðisfyrirkomulagi okkar er það hlutverk stjórnarandstöðu að veita valdhöfunum aðhald. Það er merkilegt að rétt eftir að samfélagið lenti í gríðarlegum ógöngum vegna þess að það skorti gagnrýni, og enginn mátti vera neikvæður á ríkjandi tíðaranda, skuli vera komin upp sterkari krafa en nokkru sinni um meðvirkni og öll gagnrýni á stjórnvöld eða átök um stefnu flokkuð sem neikvæð. ÍmyndarstjórnmálÞegar svo kemur á daginn að það sem kallað var neikvæðni reyndist allt satt og rétt er ekki haft fyrir því að rifja upp á hverju áróðurinn byggðist. Það gleymist en stimplinum er viðhaldið og hann endurnýttur. Þannig fara stjórnmál að snúast fyrst og fremst um ímynd en ekki þá umræðu sem við þurfum að eiga um stefnu og lausnir. Hvað er til ráða?Lýðræðið snýst um að gera upp á milli ólíkrar stefnu (flokka) og manna. Þannig refsa menn þeim sem ekki standa sig og verðlauna hina. Í því liggur hvatinn til að gera betur. Þegar allir eru settir undir sama hatt hættir lýðræðið að virka. Það sama á við þegar afstaða til manna og flokka er tekin fyrst og fremst út frá ímynd og spuna. Umræðan sem er orðin allsráðandi um íslensk stjórnmál er ekki til þess fallin að bæta virkni lýðræðisins eða leiða fram lausnir. Hún er heldur ekki sanngjörn: Að undanförnu hafa þau stefnumál sem framsóknarmenn hafa barist fyrir, með öllum tiltækum ráðum, sannað gildi sitt. Öll þau atriði sem nú eru hvað háværastar kröfur um, og rökin sem menn sjá nú fyrir réttmæti krafnanna, eru nákvæmlega þau sömu og framsóknarmenn hafa haldið fram undanfarin 2 ár. Á næstu dögum mun ég fara yfir þá sögu í tveimur greinum. Það er nóg komið af spuna. Ef við viljum raunverulega bæta samfélagið þurfum við að fara að ræða pólitík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Sjá meira
Það er ríkisstjórn í landinu. Allt frá því að Íslendingar endurheimtu heimastjórn hefur þótt augljóst að valdi ríkisstjórnar eigi að fylgja ábyrgð á aðgerðum og aðgerðaleysi, að minnsta kosti pólitíska ábyrgð. Í ótrúlegum vandræðagangi sínum hefur ríkisstjórninni og málsvörum hennar þó tekist að nýta stærsta hæfileika sinn, spunafærnina, til að láta umræðuna snúast um að stjórnmálin öll séu ómöguleg. Athyglinni er dreift frá vanda ríkisstjórnarinnar með því að setja alla undir sama hatt og leitast við að láta ábyrgðina hvíla jafnt hjá ríkisstjórn sem hefur tekið sér allt vald og hinni valdalausu stjórnarandstöðu. Vinstrisinnaðir spekingar sjá að stjórnin virkar ekki en telja sig knúna til að hnýta í alla aðra í leiðinni. Hver étur upp eftir öðrum orðaval sem er til þess eins ætlað að setja alla í einn flokk, stjórnmálastéttin, fjórflokkurinn o.s.frv. Karp stjórnmálastéttarinnarRáðherrar mæta aldrei í viðtal eða ræðustól þessa dagana án þess að tala um að vandinn liggi hjá þinginu öllu, allir þurfi að taka sig á, ekki bara ríkisstjórnin. Svo er látið eins og vandinn sé karp og skotgrafarhernaður í pólitíkinni frekar en stefna stjórnvalda. Þetta stenst ekki skoðun. Að langmestu leyti er umræða í þingsal og í nefndum yfirveguð og hófstillt. Það þykir eðli málsins samkvæmt helst fréttnæmt þegar mönnum lendir saman og þar af leiðandi er langmest fjallað um þau tilvik þar sem tekist er á. Langflest mál ríkisstjórnarinnar fara mótatkvæðalaust í gegnum þingið. Á þessu ári hafa aðeins þrjú frumvörp fengið meira en tvö nei-atkvæði. Mesti fjöldi nei-atkvæða var 12. Hver er þá vandinn?Vandinn er sá að frá ríkisstjórninni koma ekki þau mál sem á þarf að halda. Ráðandi stefna virkar ekki og tillögur frá stjórnarandstöðu eru látnar hverfa. Samt leyfa menn sér að flokka stjórnarandstöðuna með ríkisstjórninni og kenna henni um stefnu stjórnvalda ekki síður en stjórnvöldum sjálfum. Þegar við reynum að vara við því að staðan sé verri en ríkisstjórnin heldur fram og kalli því á aðrar og róttækari aðgerðir en þær sem koma frá ríkisstjórninni, spila spunamenn stjórnarliðsins því út að framsóknarmenn séu of neikvæðir. Þegar endalausar tilraunir til að leiðbeina duga ekki (ekki einu sinni gagnvart minnihlutastjórn) og við reynum að berjast fyrir því að á okkur sé hlustað og horfið frá skaðlegri stefnu glymur í spunaliðinu að við séum of hörð og eigum að sýna meiri auðmýkt. SamvinnaSamvinna um úrlausn stórra vandamála er gríðarlega mikilvæg. Svo mikla trú höfðum við á því að allir hlytu að vinna saman að því að taka á bráðavanda heimila og fyrirtækja að við treystum öðrum flokkum til að halda um stjórnartaumana í minnihlutastjórn. En þegar erlendir kröfuhafar eru teknir fram yfir almenning bæði varðandi skuldir heimilana og ólögmætar kröfur á ríkið er ekki hægt að láta það viðgangast í nafni samvinnu. Þegar kemur á daginn að slíkur grundvallarmunur er á stefnu stjórnmálaflokka og það traust sem sýnt var með því að verja minnihlutastjórn er ekki einu sinni endurgoldið með því svo mikið sem að hlusta á tillögur til úrbóta (heldur beinlínis ráðist á þær) er ekki hægt að láta stjórnvöldum það eftir í nafni samstöðu. Stjórnarandstaða sem leyfir ríkisstjórn að gera stórkostleg mistök bregst hlutverki sínu. Hlutverk stjórnarandstöðuÍ lýðræðisfyrirkomulagi okkar er það hlutverk stjórnarandstöðu að veita valdhöfunum aðhald. Það er merkilegt að rétt eftir að samfélagið lenti í gríðarlegum ógöngum vegna þess að það skorti gagnrýni, og enginn mátti vera neikvæður á ríkjandi tíðaranda, skuli vera komin upp sterkari krafa en nokkru sinni um meðvirkni og öll gagnrýni á stjórnvöld eða átök um stefnu flokkuð sem neikvæð. ÍmyndarstjórnmálÞegar svo kemur á daginn að það sem kallað var neikvæðni reyndist allt satt og rétt er ekki haft fyrir því að rifja upp á hverju áróðurinn byggðist. Það gleymist en stimplinum er viðhaldið og hann endurnýttur. Þannig fara stjórnmál að snúast fyrst og fremst um ímynd en ekki þá umræðu sem við þurfum að eiga um stefnu og lausnir. Hvað er til ráða?Lýðræðið snýst um að gera upp á milli ólíkrar stefnu (flokka) og manna. Þannig refsa menn þeim sem ekki standa sig og verðlauna hina. Í því liggur hvatinn til að gera betur. Þegar allir eru settir undir sama hatt hættir lýðræðið að virka. Það sama á við þegar afstaða til manna og flokka er tekin fyrst og fremst út frá ímynd og spuna. Umræðan sem er orðin allsráðandi um íslensk stjórnmál er ekki til þess fallin að bæta virkni lýðræðisins eða leiða fram lausnir. Hún er heldur ekki sanngjörn: Að undanförnu hafa þau stefnumál sem framsóknarmenn hafa barist fyrir, með öllum tiltækum ráðum, sannað gildi sitt. Öll þau atriði sem nú eru hvað háværastar kröfur um, og rökin sem menn sjá nú fyrir réttmæti krafnanna, eru nákvæmlega þau sömu og framsóknarmenn hafa haldið fram undanfarin 2 ár. Á næstu dögum mun ég fara yfir þá sögu í tveimur greinum. Það er nóg komið af spuna. Ef við viljum raunverulega bæta samfélagið þurfum við að fara að ræða pólitík.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun