Rányrkja á makríl 2. september 2010 05:00 Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Makalaust er að hlusta á viðbrögð íslenskra ráðamanna og útvegsmanna við óskum Evrópuþjóða um að við höldum aftur af okkur við makrílveiðar. Makríll er nýja silfrið á Íslandsmiðum. Allir muna hvernig fór með síldina. Hún var hreinsuð upp og stofninn hefur ekki borið sitt barr síðan. Nú skal makrílnum ausið og breytt í milljarða fyrir stórskuldugan ríkissjóð. Eins og venjulega láta Íslendingar skoðanir og óskir annarra þjóða sem vind um eyru þjóta. Við erum alltaf í fullum rétti, veiðum eins og okkur sýnist! Hvað eru þeir að blanda sér í málefni Íslands? Eitthvað á þessa leið talar ráðherra sjávarútvegsmála þessa dagana. Gott ef tilmæli Evrópusambandsins eru ekki orðin enn ein sönnun þess að við höfum ekkert að gera þangað inn. Þar vilja menn bara ráðskast með okkur, við fáum engu að ráða og fiskimiðin verða tekin af okkur og íslenskur landbúnaður liggur óbættur hjá garði! Það fer um mann hrollur við að hlusta á ráðherrann réttlæta rányrkju Íslendinga á makríl. Hins vegar kemur ekki á óvart að LÍÚ rífi kjaft. Það gerir FJA alltaf þegar einhver dirfist að hafa aðrar skoðanir á fiskveiðistjórnunarmálum en hann sjálfur. Þetta er hrokinn sem kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna, sá sami og ungu mennirnir sýndu, þeir sem völtuðu yfir Evrópu og keyptu upp fyrirtæki á lánum og aftur lánum. Evrópumönnum blöskraði hroki þeirra og hafa sýnt Íslendingum litla samúð eftir hrun. Þessir menn þóttust allt kunna, vita og geta og fóru svo á hvínandi hausinn með allt saman og þjóðfélagið riðaði til falls. Nú eru heilu sveitarfélögin í Bretlandi og Hollandi á barmi gjaldþrots vegna fjárglæfra Íslendinga. Okkar menn í bönkunum höfðu stórfé af þessu fólki en svo þegar kemur að skuldadögum þá þykir það fáránlegt að ætlast sé til að þeir beri nokkra ábyrgð. Vinstri grænir voru á þessum árum eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni og virðast margir fastir í því hlutverki. En til að geta látið ríkissjórn tveggja flokka ganga upp þarf að gera málamiðlanir. Það virðast þeir margir eiga erfitt með. Ég hélt þó alltaf að þeir væru nokkuð sannir umhverfissinnar. En málpípa þeirra í ráðuneyti sjávarútvegsmála hljómar svo sannarlega ekki þannig þessa dagana. Honum virðist að minnsta kosti ekki umhugað um verndun makrílstofnsins í samvinnu og sátt við þær nágrannaþjóðir sem byggt hafa á veiðum og vinnslu makríls um langt skeið.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun