Opið bréf til Atla og Hrafns 21. október 2010 06:00 Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun