Fótbolti

Munurinn á Ronaldo og Messi - hvað segir tölfræðin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Mynd/AFP
Það er ekki aðeins Barcelona og Real Madrid sem eigast við í El Clasico á Nývángi í kvöld því flestir líta á þennan leik sem uppgjör á milli tveggja stærstu knattspyrnustjarna heimsins, Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.

Það er því athyglisvert að bera saman tölfræði þessa tveggja leikmanna það sem af er í spænsku úrvalsdeildinni en þarna eru á ferðinni tveir markahæstu leikmenn deildarinnar. Cristiano Ronaldo hefur skorað 14 mörk í 12 leikjum en Lionel Messi hefur skorað 13 mörk í 10 leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir tölfræði þessa kunnu kappa það sem af er í spænsku deildinni. Ronaldo hefur skorað fleiri mörk en Messi er með fleiri mörk að meðaltali í leik og betri skotýtingu. Það er hinsvegar mikill munur á því hversu miklu fleiri aukaspyrnur Cristiano Ronaldo fær.

Hvor hefur betur í tölfræðinni?

Mínútur spilaðar

Cristiano Ronaldo 1134 á móti 940

Mörk skoruð

Cristiano Ronaldo 14 á móti 13

Mínútur á milli marka

Lionel Messi 72,3 á móti 81,0

Stoðsendingar

Lionel Messi 5 á móti 4

Sköpuð skotfæri

Lionel Messi 25 á móti 22

Skallamörk

Cristiano Ronaldo 1 á móti 0

Mörk með vinstri fæti

Lionel Messi 11 á móti 3

Mörk með hægri fæti

Cristiano Ronaldo 10 á móti 2

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.Mynd/AFP
Mörk á heimavelli

Cristiano Ronaldo 9 á móti 5

Mörk á útivelli

Lionel Messi 8 á móti 5

Flest skot

Cristiano Ronaldo 90 á móti 49

Skot á mark

Cristiano Ronaldo 34 á móti 27

Hlutfall skota á mark

Lionel Messi 55% á móti 38%



Hlutfall skota sem skila marki


Lionel Messi 27% á móti 17%

Skot úr aukaspyrnum

Cristiano Ronaldo 17 á móti 1

Víti tekin

Cristiano Ronaldo 4 á móti 0

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.Mynd/AFP
Fiskaðar aukaspyrnur

Cristiano Ronaldo 34 á móti 11

Brot á andstæðingi

Lionel Messi 10 á móti 9

Fiskuð gul spjöld

Cristiano Ronaldo 6 á móti 1

Fiskuð rauð spjöld

Cristiano Ronaldo 2 á móti 1

Heppnaðar sendingar

Lionel Messi 540 á móti 410

Fyrirgjafir inn í teig

Cristiano Ronaldo 31 á móti 18






Fleiri fréttir

Sjá meira


×