Skoðun

Um þrí­skiptingu ríkis­valdsins

Hjörtur Hjartarson skrifar

Ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar er undanþegið endurskoðun, en sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur. Raunveruleg þrískipting ríkisvalds, lýðræði og jafnrétti eru lykillinn að því að losa um skaðleg tök sérhagsmunaafla á íslensku samfélagi. Draga þarf skýrari mörk milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda í kosningum. Almenningur, þjóðin sjálf, þarf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hagsmuni sína. Lofið mér að útskýra aðeins eitt þessara atriða nánar hér.

Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com.

Raunveruleg þrískipting ríkisvaldsins

Hugmyndir þeirra sem vilja ganga lengst í aðskilnaði milli þriggja þátta ríkisvaldsins snúast um að framkvæmdavaldið verði kosið sérstaklega, óháð kosningum til Alþingis. Þar með yrði alveg skilið á milli Alþingis og ríkisstjórnar og svonefnd þingræðisregla afnumin. Ráðherrar þyrftu þá ekki stuðning meirihluta á Alþingi til að sitja í ríkisstjórn. Þeir sem skemur vilja ganga hafa haldið á lofti þeirri hugmynd að þingmenn sem setjast á ráðherrastól, eigi að segja af sér þingmennsku og kalla inn varamenn. Sem millileið mætti hugsa sér, til dæmis, að halda þingræðireglunni en að ráðherrar væru ekki valdir úr hópi kjörinna fulltrúa á Alþingi. Það þýddi þá að utanþingsstjórn væri reglan. Hugsanlegt væri líka að búa við nánast óbreytt fyrirkomulag en tryggja agaða og faglega stjórnsýslu með stjórnarskrárbundnum ákvæðum um framkvæmd tiltekinna embættisverka.

Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×