Fjármálaráðherrar frá stærstu tuttugu iðnríkjum heims hafa samþykkt breytingar á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Samkvæmt breytingunum munu stærstu þróunarríki heims fá meiri atkvæðavægi. Þróunarríkin munu einnig fá fleiri sæti í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en Vestur-Evrópuríki munu missa tvö sæti.
Bandaríkin munu hins vegar halda neitunarvaldi sínu í öllum meiriháttar ákvörðunum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekur.
G 20 ríkin eru að funda í Suður Kóreu þessa dagana, eftir því sem fram kemur á vef BBC.
