Fjallar er um málið á börsen.dk þar sem vitnað er í greiningu Danske Bank sem segir að niðurstaða fundarins sé til háborinnar skammar. Það líti úr fyrir að Evrópa verði verst úti í þessu stríði.
Mikil gagnrýni hefur beinst að Kína undanfarna mánuði vegna þess að gengi júansins hefur þótt alltof lágt skráð. Bandaríkjamenn hafa beitt Kínverja miklum þrýstingi um að lækka gengið en lítið hefur áunnist. Þá eru Bandaríkjamenn sjálfir sakaðir um að stuðla að veikingu dollarins með lausbeislaðri efnahagfsstefnu sinni.
Brasilíumenn hugsa sér til hreyfings, ásamt öðrum löndum í Suður-Ameríku en fjármagn hefur streymt inn til Brasilíu vegna vaxtamunar við önnur lönd. Þetta fjármagn er þegar skattað en fleiri aðgerðir eru í bígerð til að veikja gengi brasilíska realsins.
Japanir hafa gripið til aðgerða til að stýra gengi jensins niður á við og Indland og fleiri lönd í Asíu íhuga nú slíkar aðgerðir.