Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að þessi hagvöxtur í ESB sé hærri en vöxturinn í Bandaríkjnum sem reyndist vera 0,6%.
Meðal 27 landanna innan ESB reyndist hagvöxturinn mestur í Litháen eða 2,9% en þess ber að geta að hagvöxturinn þar á fyrsta ársfjórðungi var neikvæður um 4%
Þýskaland kemur í öðru sæti með hagvöxt upp á 2,2% sem sýnir að þýska „aflvélin" er komin vel í gang eftir kreppuna. Í Bretlandi reyndist hagvöxturinn vera 1,1% og í Frakklandi 0,6%.
Grikkland er það land sem hagvöxturinn dregst mest saman eða um 1,5%.