Kínverjar undirbúa miklar fjárfestingar í Grikklandi 15. júní 2010 13:08 Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum. Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverjar eru nú að undirbúa fjárfestingar upp á nokkra milljarða evra í Grikklandi. Þeir hafa einkum hug á skipafélögum, flutningsfyrirtækjum og flugvöllum að því er segir í frétt um málið í Financial Times. Samkvæmt fréttinni mun háttsett embættismannanefnd Kínverja ganga frá röð af samningum í dag um fjárfestingar í grískum fyrirtækjum. Nefndin er undir forsæti Zhang Dejiang aðstoðarforsætisráðherra Kína. Financial Times byggir frétt sína á samtali við ónefndan grískan embættismann. Samkvæmt honum er m.a. um að ræða fjárfestingar í skipafélögum, fjarskiptafyrirtækjum og stækkun hafnarinnar í Piraeus sem er hafnarborg Aþenu. Þá mun samvinnusamningur við grískar skipasmíðastöðvar um skipasmíðar að andvirði 500 milljónir evra verða undirritaður. Hið ríkisrekna kínverska skipafélag Cosco stjórnar nú þegar gámasvæði í Piraeus en þar er um langtímaleigusamning að ræða sem talinn er 3,4 milljarða evra virði. Talið er að Kínverjarnir muni bjóða í umskipunarstöð nálægt Aþenu í samvinnu við hafnaryfirvöld. Umskipunarstöðin er ætluð til að þjónusta innflutning á kínverskum vörum til Balkanlandanna. Sumar áætlanir Kínverja í Grikklandi hafa runnið út í sandinn. Financial Times nefnir sem dæmi að fyrr í ár hafi kaup Kínverja á grískum skuldabréfum til langs tíma upp á 20 milljarða evra ekki gengið eftir. Stjórnvöld í Aþenu höfnuðu því að selja hlut í Gríska þjóðarbankanum en sú sala átti að vera liður í samningnum um kaupin á bréfunum.
Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira