Í fréttum í breskum fjölmiðlum í morgun kemur fram að gengi pundsins gagnvart dollar stendur nú í 1,45 og hefur ekki verið lægra í rúmt ár.
Samhliða því að gengi pundsins hefur fallið hefur ávöxtunarkrafan á bresk ríkisskuldabréf hækkað töluvert. Mikill órói hefur verið í kauphöllinni í London frá því hún opnaði í morgun. Sem stendur hefur FTSE vísitalan lækkað um rúmt prósent.